Svalasti maðurinn í Hollywood, Christopher Walken, mun leika aðalhlutverkið í Around The Bend, talað er um að sé í áttina að Road to Perdition og In the Bedroom. Myndin fjallar um fjórar kynslóðir karlmanna sem hafa eignast syni afar ungir að árum. Þegar langafinn deyr, ákveða hinir þrír, afinn (Walken), pabbinn og sonurinn að ferðast saman til ættjarðarinnar til þess að grafa upp falið fjölskylduleyndarmál. Myndin er gerð fyrir Stratus Films, og er skrifuð og leikstýrð af nýgræðingnum Jordan Roberts.

