Colin Firth verður Paddington

Bíómynd um enska björninn Paddington hefur nú verið á teikniborðinu um nokkra hríð, eða síðan David Heyman, framleiðandi Harry Potter, og Warner Bros, tilkynntu að þeir hefðu keypt kvikmyndaréttinn árið 2007. Nú er kominn skriður á verkefnið, og búið er að ráða leikara í myndina, þar á meðal leikara til að tala fyrir aðalstjörnuna, Paddington sjálfan, en það er enginn annar en breski leikarinn Colin Firth sem tók verkefnið að sér.

marmite_04

„Hugmyndin er sú að Paddington fái eitthvað af mér í sína litninga [DNA],“ segir Firth við breska blaðið The Daily Mail. „Af því að ég mun leika nokkur atriði þar sem ég mun verða með svona hjálm með myndavélum sem taka upp andlitshreyfingar mínar, og þau gögn verða svo notuð og þeim blandað inn í persónuna.“

Golden GlobesAllar aðrar persónur í myndinni verða manneskjur. Jim Broadbent leikur Mr. Gruber, Julie Walters leikur ráðskonuna Mrs. Bird og Hugh Bonneville og Sally Hawkins leika herra og frú Brown.

Einnig kemur Nicole Kidman við sögu í myndinni, en hún leikur illan hamskera, sem vill vafalaust læsa klónum í bangsann góða.

Handritið er byggt á upprunalegri sögu Michael Bond, og leikstjóri er Paul King. 

Myndin á að koma í bíó 26. nóvember á næsta ári.