Crowe leynigestur í Dark Knight?

Christian Bale hefur valdið miklu fjaðrafoki í kvikmyndaheiminum. Hann sagðist í viðtali vilja ljóstra upp því leyndarmáli fyrir umheiminum að Russel Crowe, mótleikari hans í myndinni 3:10 to Yuma, leiki hlutverk í The Dark Knight, nýju Batman myndinni.

Nú veit fólk ekki í hvorn fótinn það eigi að stíga. Sumir vilja meina að Crowe leiki harðbrjósta illmenni í myndinni á meðan aðrir eru fullvissir um að Bale hafi bara fengið nóg af endalausum viðtölum til að kynna kvikmyndirnar sem hann leikur í að hann hafi ákveðið að krydda aðeins upp á tilveruna með smá spaugi. Dæmi hver fyrir sig.