Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

3:10 to Yuma 2007

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 28. september 2007

Time waits for one man

122 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 89% Critics
The Movies database einkunn 76
/100

Smábóndi tekur að sér að halda útlaga föngnum á meðan hann bíður eftir lest sem mun færa fangan fyrir dómstóla. Útlaginn reynir að beita sálfræði til að sleppa. Hér er á ferðinni endurgerð af mynd frá árinu 1957.

Aðalleikarar


Ég verð að segja að þetta er nú bara ein af topp myndum mínum ég ætla ekki að segja mikið annars eiðilegst allt en hins vegar verð ég að segja að þetta er nú bara einn besti söguþráður sem er búin að koma út í langan tíma ef þú ert gaur eða kona sem ert bara að leita að hasar þá er þetta ekki rétta myndin fyrir ykkur þetta er frekar fyrir þá sem pæla mikið í hvaða leikarar eru í myndinni t.d. ef hann Russel Crowe hefði ekki verið þá myndi ég bara gefa henni 3 stjörnur en hann bara sló svo rækilega í gegn en ég er alls ekki að segja að það hafi ekki verið neinn hasar því það voru alveg mjög flott bardaga atriði og ekki of mikið eins og t.d. crank sem var nú samt góð. Svo mitt mat að 3:10 to Yuma er að þeim sem að finnst braveheart góð munu líklega dýrka þessa mynd í botn mér fannst engir gallar við þessa mynd þess vegna gef ég henni 4 stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skemmtilegur vestri
Ég hef heyrt fólk segja að 3:10 to Yuma sé vafalaust besti vestri sem hefur komið út síðan Unforgiven. Þessu er ég eiginlega sammála, en hins vegar finnst mér það segja akkúrat ekkert. Vestrar eru búnir að vera ákaflega sjaldséðir (og helstu ''undanförnu'' titlar sem að mér dettur í hug eru trúlega American Outlaws, Open Range og The Proposition - sem var reyndar einnig helvíti góð). Ég er mikill aðdáandi slíkra mynda og tek oftar en ekki vel í fersk eintök.

3:10 to Yuma er klassískur vestri að mörgu leyti. Myndin er flott, skemmtileg, hrá, faglega unnin frá öllum köntum og vel leikin.

Það geislar alveg hreint svakalega af Russell Crowe og Christian Bale, en þá sérstaklega af þeim fyrrnefnda. Crowe hefur ekki gert neitt merkilegt að mínu mati síðan Master & Commander. Annars held ég að ég hafi ekki séð hann eins góðan og hér síðan hann lék í The Insider. Hann eignar sér allar þær senur sem hann sést í, þó svo að ég telji Bale alls ekki vera neitt slæman. Hann er reyndar virkilega góður, sem og Ben Foster, sem er alltaf að sýna hvað hann er sterkur. Ég trúi því varla að þetta sé sami gaur og sást sem algjör ræfill í unglingaklisjunni Get Over It. Alveg merkilegt!

Ég hugsa að helsti galli þessarar myndar sé að hún er ekkert rosalega spennandi. Myndin gengur betur upp í senum sem byggjast á samskiptum Bale og Crowe, en burtséð frá því þótti mér hún nokkuð fyrirsjáanleg. Hasarinn er samt sem áður flottur, enda erfitt að segja eitthvað neikvætt um góða, sígilda byssubardaga af gamla skólanum.

Allt í allt er hér um góða bíómynd að ræða sem að heldur vel í hefðirnar. Hún á svo sannarlega skilið meðmæli, ef ekki bara fyrir Crowe stakan.

7/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég hafði lýtið heyrt um þessa mynd en leikararnir eru mjög góðir og ég bjóst við miklu.

Reyndin varð hinsvegar sú að ég varð fyrir mikklum vonbrigðum. Illa er farið með söguna og oft á tíðum er bara fyndið að horfa á framvindu hennar. Þegar upp var staðið gat get ég ekki sagt að þetta sé nema slakur vestri og bara í meðallagi og varla það.


Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég man ekki hvað það langt síðan ég sá vestra í bíó, hvað þá góðan vestra. 3:10 to Yuma er endugerð á samnefndri mynd frá árinu 1957 sem ég hef því miður ekki séð, en hinsvegar þá er þessi endurgerð býsna góð. Sterkt leikaraval er einn helsti kostur myndarinnar, Russell Crowe eignar sér myndina með töffarastælum og Ben Foster var nokkuð óhugnalegur. Christian Bale fannst mér þó vera frekar lágstemmdur og ekki vera með nógu merkilega persónu til þess að sýna sig. James Mangold sem leikstýrði Walk The Line á undan þessari mynd er mjög fínn leikstjóri, hinsvegar var Walk the Line dæmigerð ævisögukvikmynd frá A-Ö með fátt eða ekkert nýtt til þess að sýna þér. Mín áhyggja var að 3:10 myndi falla í sömu gryfju sem hún gerir það að vissu leiti en hún nær þó að viðhalda öllu vestræna-kúreka andrúmsloftinu þar sem allt getur gerst óvænt. Öll myndin fjallar um samskipti glæpamannsins Ben Wade (Crowe) og bóndans Dan Evans (Bale) sem ætlar sér að fylgja glæpamanninum Wade að lestinni sem fer klukkan 3:10 til Yuma fangelsis. Á eftir þeim er glæpagengið hans Wade að reyna frelsa leiðtogann sinn en Evans ætlar sér ekki að hætta. Dan Evans er frekar dæmigerð persóna og kemur fram sem frekar ómerkilegur í myndinni. Það er Ben Wade sem heldur manni horfandi, hann er vondur, fyndinn, heiðarlegur og eina persónan sem sýnir einhverja áhrifaríka breytingu gegnum alla myndina. Myndin er mjög vel tekin upp og lítur mjög vel út, en hún átti bágt með að gera þig hluta af sögunni og byggja upp spennu nema þegar það kom að sumum senum með Russell Crowe. Mér fannst það einnig mjög fyndið að kynningin á Ben Wade er nánast sú sama og kynningin á Maximus í Gladiator, kannski tekur einhver annar eftir því. Annars þá er mín niðurstaða að 3:10 to Yuma er góður vestri og ætti ekki að valda neinum vonbrigðum, hinsvegar þá miðað við alla þessa frábæru dóma sem hún er að fá þá finnst mér hún ekki eiga þá alla skilið.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

15.04.2021

Mikkelsen í næstu Indiana Jones

Danska stórstjarnan Mads Mikkelsen mun fara með eitt af aðalhlutverkum fimmtu kvikmyndarinnar um fornleifafræðinginn og ævintýramanninn Indiana Jones, en frá þessu er greint í Deadline. Mikkelsen hefur verið á vörum margr...

21.06.2020

Nýjasta mynd Baltasars komin með fjárfesta

Sannsögulega dramað Arthur the King í leikstjórn Baltasars Kormáks hefur náð að tryggja sér framleiðslufjármagn, en frá því var greint í Variety nú á dögunum. Segir þar að myndin hafi fengið fullan styrk fyrr ...

07.04.2020

Nýrri kvikmynd Baltasars frestað: „Það þýðir ekkert að tuða um þetta“

„Þegar við heyrum af eldgosum og veirum, þá erum við minnt á að við búum á stað sem kallast Jörð, sem er stærri og öflugri en við öll. Stundum eigum við til að gleyma þessu. Við teljum vírusa og fleira sl...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn