Denzel Washington sem Green Lantern?

Óskarsverðlaunalhafinn Denzel Washington er sagður eiga í viðræðum um að leika ofurhetjuna Green Lantern í Man of Steel 2.

denzel washingtonFramhaldsmyndin, í leikstjórn Zack Snyder, er væntanleg í bíó vestanhafs 17. júlí 2015.

Henry Cavill mun áfram leika Ofurmennið og Amy Adams leikur Lois Lane. Ben Affleck bætist í leikaraliðið sem Batman og Gal Gadot mun líklega leika Wonder Woman.

Ryan Reynolds, sem lék á móti hinum 59 ára Washington í Safe House, lék Green Lantern í samnefndri mynd frá árinu 2011 sem fékk slæmar viðtökur.