Drekamynd frá Disney – fyrsta kitla!

Walt Disney Pictures gáfu í dag út fyrstu kitlu fyrir endurgerð sína á myndinni Pete´s Dragon, sem er sígild Disneymynd frá árinu 1977.

Í myndinni verður hefðbundnum leik blandað saman við tölvugrafík ( CGI ).

Myndin fjallar um sérstakt samband sem skapast á milli munaðarlauss drengs, Pete, og besta vinar hans, Elliott, sem er dreki.

dragon

Með aðalhlutverk fer The Help leikkonan Bryce Dallas Howard, en hún leikur Grace, þjóðgarðsvörð sem kemst að tilvist Elliott. Hinn 10 ára gamli This is Where I Leave You leikari Oakes Fegley fer með hlutverk Pete og The Hunger Games leikarinn Wes Bentley fer með hlutverk Jack, sem er eigandi sögunarmyllu. Karl Urban, úr Star Trek Into Darkness, leikur bróður Jack, Gavin.  Oona Laurence leikur Natalie, unga vinkonu Pete, og Óskarsverðlaunaleikarinn Robert Redford fer með hlutverk föður Grace.

Myndin kemur í bíó 12. ágúst nk. í Bandaríkjunum.

Sjáðu kitluna hér fyrir neðan: