Dylan Dog á leiðinni; plakat og fleira

Spennumyndin Dylan Dog: Dead of Night verður án efa vinsæl hérlendis, en ásamt Brandon Routh og Peter Stormare fer leikkonan íslenska Anita Briem með stórt hlutverk í myndinni. Routh fer með hlutverk Dylan Dog, einkaspæjara sem sérhæfir sig í yfirnáttúrulegum málum. Persóna Anítu gerist skjólstæðingur Dylans, en saman varpa þau ljósi á samsæri innan samfélags vampíra og uppvakninga.

Nýlega var gefið út nýtt plakat fyrir myndina sem og vefsíða hennar fór í loftið. Plakatið má sjá hér til hliðar og síðuna má sjá hér. Dylan Dog: Dead of Night verður frumsýnd hér á landi 27. maí.