Eastwood í Fast 8

Þó að tökur Fast and Furious 8 standi enn hér á Íslandi, og hafi gert um tíma, meðal annars í gömlu Sementsverksmiðjunni á Akranesi, þá er enn verið að bæta nýjum leikurum í myndina.

Nýjasta viðbótin er sjálfur sonur Clint Eastwood, Scott Eastwood!

Fyrir nokkrum dögum síðan var tilkynnt um að leikkonan Charlize Theron hefði verið ráðin í hlutverk óþokka í myndinni.

Með önnur helstu hlutverk fara Vin Diesel, Michelle Rodriguez, Dwayne „The Rock“ Johnson og Tyrese Gibson, en skemmst er að minnast þess þegar hann fór fögrum orðum um Ísland á Instagram á dögunum:

Leikstjóri Fast 8 er F. Gary Gray, sem leikstýrði Straight Outta Compton.

Stefnt er að frumsýningu myndarinnar 14. apríl 2017.