Marvel ofurhetjumyndin Hin Eilífu, eða Eternals, rauk beint á topp íslenska bíóaðsóknarlistans um síðustu helgi og skákaði þar með íslensku myndinni Leynilöggu sem átti toppsætið tvær helgar þar á undan. Leynilögga færðist niður í annað sætið, en tæplega þúsund fleiri sáu Eternals en Leynilöggu nú um helgina.
Önnur íslensk mynd, Birta, fór ný á lista beint í þriðja sæti aðsóknarlistans með rúmlega fimmtán hundruð gesti.
Gróska er í bíóhúsum þessa dagana eins og glöggt má sjá á aðsóknarlistanum, þar sem tuttugu myndir keppa um hylli landands.
Bond tekjuhæstur
Tekjuhæsta myndin á listanum yfir allan sýningartíma sinn í bíó er James Bond myndin No Time to Die með 82 milljónir í aðgangseyri og rúmlega 52 þúsund gesti, en næst á eftir kemur fyrrnefnd Leynilögga með 57 milljónir í aðgangseyri og gestir eru rúmlega 31 þúsund.
Sjáðu aðsóknarlistann í heild sinni hér fyrir neðan: