Tónlistarmyndin One Direction: This Is Us , eða Einstefna: Hér komum við í lauslegri íslenskri þýðingu, eftir heimildamyndagerðarmanninn Morgan Spurlock, sem fjallar um strákahljómsveitina vinsælu One Direction, er toppmynd helgarinnar í Bandaríkjunum. Aðrar nýjar myndir ná ekki sömu hæðum. Toppmynd síðustu tveggja helga, Lee Daniels´The Butler, er áfram í toppbaráttunni, og er önnur vinsælasta myndin.
Búist er við að One Direction myndin, sem er í þrívídd, þéni um 20 milljónir Bandaríkjadala yfir helgina alla, en eins og Variety kvikmyndaritið bendir á þá er það svipað og Michael Jackson tónleikamyndin This is It þénaði árið 2009. Sú mynd varð á endanum tekjuhæsta tónleika-heimildamynd í sögunni, á alheimsvísu.
Aðrar nýjar myndir um helgina voru spennumyndin Getaway, með Selena Gomez og Ethan Hawke, gamanmyndin Instructions Not Included og spennutryllirinn Closed Circuit, með Eric Bana og Julia Stiles. Samkvæmt Variety þá er líklegt að af þessum þremur þá muni Instructoins Not Included ganga best, miðað við að hún er í sýnd í mun færri bíóhúsum en hinar, og þéna um 8 milljónir dala.
Hér að neðan eru áætlaðar tölur fyrir sjö efstu myndirnar, miðað við upplýsingar á BoxOfficeMojo.com:
1. One Direction – 20,6 milljónir dala
2. The Butler – 15,1 milljónir dala
3. We’re the Millers – 13,2 milljónir dala
4. Planes – 9,4 milljónir dala.
5. The World’s End – 7,1 milljónir dala
-. Getaway – 5,7 milljónir dala
-. Closed Circuit – 2,9 milljónir dala