Eiðurinn áfram á toppnum

Nýjasta mynd Baltasars Kormáks, Eiðurinn, sem Baltasar bæði leikstýrir og leikur aðalhlutverkið í, heldur stöðu sinni á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans, aðra vikuna í röð, og hefur þónokkuð forskot á nýju Clint Eastwood-myndina, Sully, sem fer beint í annað sætið.

Sully, sem er ný á lista, fjallar um sannsögulegt atvik þegar flugvél var nauðlent á Hudson ánni í New York.

baltasar eiðurinn

Í þriðja sæti listans er einnig ný mynd, spennutryllirinn Don´t Breathe, um ungmenni sem fremja rán hjá blindum manni.

Ein ný mynd til viðbótar er á listanum að þessu sinni, hrollvekjan Blair Witch, sem fer beint í níunda sæti listans.

Sjáðu íslenska bíóaðsóknarlistann í heild sinni hér fyrir neðan:

boxoffice