Enginn nær Sonic

Tvö efstu sæti íslenska bíóaðsóknarlistans eru óbreytt eftir sýningar helgarinnar, en hinn hraðskreiði Sonic: The Hedgehog og æringjarnir í Klovn: The Final sitja í tveimur efstu sætunum aðra vikuna í röð. Þriðja sætið fellur svo Óskarsverðlaunamyndinni Parasite í skaut, en hún rauk upp aðsóknarlistann eftir að hún var valin besta mynd síðasta árs á Óskarsverðlaununum um daginn.

Blár broddgöltur.

Í fjórða sæti er ný mynd, Call of the Wild, og í sjötta sæti er önnur splunkuný kvikmynd, hrollvekjan The Turning. Þá sigldi pólska kvikmyndin Futro z misia beint í 14. sæti aðsóknarlistans, einnig ný á lista.

Sjáðu íslenska bíóaðsóknarlistann í heild sinni hér fyrir neðan: