Nýtt plakat og stikla er komið út fyrir íslensku kvikmyndina Ástin sem eftir er eftir Hlyn Pálmason, leikstjóra Volaða lands, Hvíts, hvíts dags og Vetrarbræðra.

Á plakatinu sjáum við fjölskyldu við veiðar á þaki Land Rovers sem er á kafi í vatni.
Í stiklunni heyrum við rödd Veru Illugadóttur þar sem hún lýsir lífi fjölskyldunnar en mamman er baslandi myndlistarmaður og pabbinn er sjómaður á togara. Vera segir að í myndinni sé aðeins venjulegt fólk með venjulegar tilfinningar og vandamál, engir öfga hægrimenn eða morðingjar. Börnin leika sér áhyggjulaus og allt gengur sinn vanagang, en undir yfirborðinu leynist eitthvað, eitthvað sem við skiljum ekki, fornt, dýrslegt og dularfullt leyndarmál.
Í söguþræði myndarinnar segir: Ástin sem eftir er fangar ár í lífi fjölskyldu þar sem foreldrarnir stíga fyrstu skrefin í átt að skilnaði. Á fjórum árstíðum fylgjumst við með hversdagslífi fjölskyldumeðlima í gegnum óvænt, fyndin og hjartnæm augnablik sem endurspegla hið breytta samband þeirra.
Ástin sem eftir er fangar ár í lífi fjölskyldu þar sem foreldrarnir stíga fyrstu skrefin í átt að skilnaði. Á fjórum árstíðum fylgjumst við með hversdagslífi fjölskyldumeðlima í gegnum óvænt, fyndin og hjartnæm augnablik sem endurspegla hið breytta samband þeirra....
Framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2026 í flokknum besta alþjóðlega kvikmyndin.
Myndin verður frumsýnd 14. ágúst næstkomandi á Íslandi.
Sjáðu plakatið og stikluna hér fyrir neðan:


7 


