Pixar hafa verið ansi lágstemmdir í markaðsetningu nýju kvikmyndar þeirra, Brave, sem er væntanleg seinna á þessu ári. En nú hefur japanska stiklan gert betur grein fyrir söguþræði myndarinnar og sést mun betur hversu stór ræman er í raun.
Satt að segja var ég ekki jafn spenntur yfir þessari í fyrstu eins og með fyrrverandi verk Pixar, en eftir að tveggja mínútna klippan úr myndinni var frumsýnd hef ég verið að skoða vefsíðu myndarinnar, sem tókst rækilega að vekja áhuga minn. En ég held að japanska stiklan sé það lang besta hingað til og lofar mun meiru en fyrrverandi stiklur og myndbrot:
Almennilegt, ekki satt? Myrki tónninn er virkilega óvæntur og augljóst að myndin er mun kjötaðari en hún virtist vera upphaflega.
Áður en stiklan birtist var ég jafnvel að íhuga að skrifa stuttan pistil um HVAÐ Brave væri, og sérkennilega framleiðsluferli myndarinnar, en stiklan hefur sagt nóg varðandi söguþráðinn þannig ég sleppi því hugsanlega í bili.
Hvernig hefur ykkur fundist markaðsetning myndarinnar hingað til, og er Brave á topplistanum ykkar yfir mest spennandi myndir ársins? Hún er það klárlega á mínum bæ.