Í gær sögðum við fregnir af nýrri B-hákarlamynd, Shark Exorcist, en í dag er komið að annarri í A-flokki, eftir Jaume Collet-Serra; spennutryllinum The Shallows.
Með aðalhlutverk í myndinni fer Blake Lively, en myndin fjallar um persónu Lively sem er föst á rifi úti í sjó, á meðan hvítur risahákarl svamlar í vatninu á milli hennar og strandarinnar.
Í fyrstu heyrum við bara öskur og vein, en síðan fáum við að sjá Lively, meidda og hrædda að því er virðist, og hákarlinn sjálfan svamlandi í kring.
Collet-Serra hefur áður gert myndir eins og Non-Stop, Run All Night og Unknown, sem þýðir að leikstjórinn kann að búa til safaríka spennu.
Hér fyrir neðan er fyrsta stiklan úr The Shallows:
Myndin kemur til Íslands 1. júlí nk.