Þyngra ferðalag í Bíó Paradís

Heavier Trip, framhald kvikmyndarinnar Heavy Trip frá 2018, kemur í bíó á morgun þann 17. apríl.

Í myndinni fylgjumst við með hættulegustu dauðarokkhljómsveit heims, Impaled Rektum, skipuleggja flótta sinn úr norsku fangelsi, ferðast um Norður-Evrópu og reyna að komast á hina virðulegu tónlistarhátíð Wacken.

Á leið sinni til Wacken hátíðarinnar lenda strákarnir í ýmsum ævintýrum, meðal annars rekast þeir á rokkhetjur æsku sinnar, útbrunna meðlimi gamallar metalhljómsveitar undir handleiðslu djöfullegs plötufyrirtækjastjóra og þurfa að flýja undan morðóðum fangaverði. Stærsta áskorun þeirra verður þó að halda hljómsveitinni saman í miðri ringulreiðinni.

Heavier Trip er fjörug ádeila sem gerir góðlátlegt grín að öfgafullum undirstefnum þungarokksins, á sama tíma og hún fjallar um vináttu og spillingu í tónlistarheiminum.

Heavier Trip inniheldur frumsamda tónlist eftir Mika Lammassaari úr finnska melódíska dauðarokkhljómsveitinni Mors Subita. Hann samdi einnig tónlistina fyrir fyrstu myndina, ásamt Eemeli Bodde. Heavier Trip heldur áfram með öfgakennda tónlist sem fær hvern metalhaus til að hrista sig. Vissulega eru nokkrar senur sem tala beint til þungarokkara, en fáránleikinn í heild sinni ætti að skemmta flestum áhorfendum.

Heimildir:
https://filmobsessive.com/film/new-releases/heavier-trip-brings-back-black-metal-absurdity/

Heavier Trip (2024)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6
Rotten tomatoes einkunn 91%

Heimsins þyngsta - og skrítnasta - dauðarokksband, Impaled Rektum, afplánar dóm í notalegasta fangelsi Noregs. Þeir heyra að hreindýrabú foreldra gítaristans Lotvonen verði boðið upp vegna veikinda föður hans og þeir vilja halda tónleika til að bjarga búinu. Þeir komast út úr ...