Avatar: The Way of Water snýr aftur á hvíta tjaldið, en aðeins í eina viku og eingöngu í Sambíóunum Egilshöll og Smárabíó. Þetta er gullið tækifæri fyrir kvikmyndaunnendur til að sjá stórvirki James Camerons í þeirri mynd sem hann ætlaði: á stóra tjaldinu í mögnuðum 3D myndgæðum og hljóði sem umlykur áhorfandann.
Stórkostleg sjónræn upplifun af ævintýralegum vísindaskáldskap
Hér heldur saga Jake Sully og Neytiri áfram þar sem þau hafa byggt sér nýtt líf með fjölskyldu sinni á hinni undursamlegu plánetu Pandóru. Þegar gamall óvinur birtist á ný neyðast þau til að flýja og leita skjóls í áður ókannaðri veröld, neðansjávarparadís sem leiðir þau inn í nýja og ótrúlega heima Na’vi.
James Cameron sameinar hér tilfinningaþrungna fjölskyldusögu við byltingarkennda tækni þar sem 3D upplifunin dregur áhorfendur inn í heim Pandóru á einstakan hátt.
Myndin hefur hlotið mikið lof bæði hjá gagnrýnendum og áhorfendum og er sögð ein sú fegursta sem gerð hefur verið.
Upplýsingar um sýningar
Sýningartími: 3 klst. 16 mín.
Leikstjóri: James Cameron
Leikarar: Sam Worthington, Zoe Saldana, Sigourney Weaver, Kate Winslet
Tegund: Hasar, vísindaskáldskapur, ævintýri, fantasía
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára
Avatar: The Way of Water verður aðeins í sýningu í eina viku í Sambíóunum Egilshöll og Smárabíó. Upplifðu hana í 3D á stóra tjaldinu. Skoða sýningartíma hér
Jake Sully býr ásamt fjölskyldu sinni á plánetunni Pandóru þegar kunnuglegur óvinur birtist sem vill ljúka við áður óklárað verk. Jake þarf nú að vinna með Neytiri og her Na'vi þjóðflokksins til að vernda plánetuna. ...
Tilnefnd til fjögurra Óskarsverðlauna. Sem besta mynd, hljóð, tæknibrellur og framleiðsluhönnun.



7.5 
