Fréttir

Skylmingaþræll á toppnum


Skylmingaþrællinn Lucius í nýju Ridley Scott myndinni Gladiator 2 kom sá og sigraði í íslenskum kvikmyndahúsum um síðustu helgi.

Skylmingaþrællinn Lucius í nýju Ridley Scott myndinni Gladiator 2 kom sá og sigraði í íslenskum kvikmyndahúsum um síðustu helgi og fór beint á topp íslenska bíóaðsóknarlistans. Alls komu nálægt 3.700 manns að sjá myndina og tekjur helgarinnar námu 7,8 milljónum króna. Í öðru sæti er toppmynd síðustu viku, Red One,… Lesa meira

Skemmtilegasta stórmynd ársins – Denzel frábær


Nýja Ridley Scott myndin Glaidator ll byrjar á svipaðan hátt og sú fyrsta: það er allt að fara til helvítis.

Nýja Ridley Scott myndin Gladiator ll byrjar á svipaðan hátt og sú fyrsta: Það er allt að fara til andskotans. En í þetta skiptið á hetja myndarinnar, Lucius, sem Paul Mescal leikur, óskilgetinn sonur Maximusar sem Russell Crowe lék í fyrri myndinni, ekki sök á látunum.Þetta kemur fram í fjögurra… Lesa meira

Cruise á harðahlaupum í fyrstu stiklu fyrir MI8


Hollywood goðsögnin Tom Cruise er mættur aftur í fyrstu stiklu fyrir nýjustu Mission: Impossible myndina.

Hollywood goðsögnin Tom Cruise er mættur aftur í fyrstu stiklu fyrir nýjustu Mission: Impossible myndina, Mission: Impossible - The Final Reckoning sem er sú áttunda í röðinni. Hann hleypur, stekkur og hættir lífi sínu á margvíslegan hátt í stiklunni fyrir myndina sem margir bíða spenntir eftir og kemur í bíó… Lesa meira

10 vanmetnar kvikmyndir frá Ridley Scott


Hefur þú séð þær allar?

Breski stórleikstjórinn Ridley Scott ítrekað náð að skrá sig í kvikmyndasögubækurnar með titlum eins og Alien, Blade Runner, Thelma & Louise og Gladiator. Í ljósi þess að nýjasta stórvirki Scotts fer nú að prýða bíóhúsin, Gladiator ll, hefur álitsgjafi tekið saman lista yfir tíu vanmetnar kvikmyndir úr filmógrafíu leikstjórans. 10.… Lesa meira

Nýir spennuþættir á Sjónvarpi Símans


Spennuþættir byggðir á DNA eftir Yrsu Sigurðardóttir eru á leið á skjáinn.

Tökum lauk nýverið á nýrri spennuþáttaröð sem nefnist Reykjavík 112 og er byggð á metsölubók Yrsu Sigurðardóttur, DNA. Ung kona er myrt á óhugnanlegan hátt í Reykjavík að sjö ára dóttur sinni ásjáandi. Rannsóknarlögreglumaðurinn Huldar (Kolbeinn Arnbjörnsson) fer fyrir rannsókn málsins og fær sér til aðstoðar barnasálfræðinginn Freyju (Vivian Ólafsdóttir)… Lesa meira

Gladiator 2 – fyrstu viðbrögð


Fyrstu viðbrögð við nýju Gladiator myndinni, Gladiator 2, eftir leikstjórann Ridley Scott, eru komin og þau eru jákvæð.

Fyrstu viðbrögð við nýju Gladiator myndinni, Gladiator 2 eftir leikstjórann Ridley Scott, eru komin og þau eru almennt jákvæð. Fólk talar jafnvel um Óskarsmöguleika – að Denzel Washington sé líklegur til að fá tilnefningu fyrir hlutverk sitt sem Macrinus, einskonar skylmingaþræla-Simon Cowell, kennari hinnar sverðsveiflandi andhetju Luciusar, sem leikinn er… Lesa meira

Venom traustur á toppnum


Ofurhetjan Venom heldur sæti sínu á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans aðra vikuna í röð.

Ofurhetjan Venom heldur sæti sínu á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans aðra vikuna í röð, en það er Tom Hardy sem fer með aðalhlutverkið. Rúmlega tvö þúsund manns sáu myndina um helgina og samtals eru tekjur myndarinnar frá frumsýningu orðnar tæplega 14,5 milljónir króna. Í öðru sæti aðsóknarlistans aðra vikuna í röð… Lesa meira

20 mismunandi kvikmyndir um kosningar


Kosningar víða um veröld eru handan við hornið og að því gefnu er gráupplagt að renna yfir 20 fjölbreytta kvikmyndatitla þar sem kosningar með öllu tilheyrandi er í brennidepli.

úr kvikmyndinni Election (1999) Lífið er pólitík og það er listin svo sannarlega líka. Kosningar víða um veröld eru handan við hornið og að því gefnu er gráupplagt að renna yfir 20 fjölbreytta kvikmyndatitla þar sem kosningar með öllu tilheyrandi (forsetar í embætti, skandalar og alls konar!) er í brennidepli.… Lesa meira

Stúlkan með nálina: Heimur örvæntingar og leyndarmála


Trine Dyrholm verður viðstödd á frumsýningunni í kvöld.

Kvikmyndin Stúlkan með nálina (e. The Girl with the Needle) er handan við hornið og verður frumsýnd með pompi og prakt í Bíó Paradís í kvöld. Stórleikkonuna Trine Dyrholm þarf vart að kynna. Hún er þekkt fyrir kvikmyndirnar Queen of Hearts (Dronningen), Love Is All You Need (Den skaldede frisør) og In a Better World (Hævnen) og hlutverk… Lesa meira

Aldrei jafn mikil vandræði og nú


Markaðsdeild Smárabíós hefur aldrei lent í jafn miklum vandræðum með nokkra kvikmynd.

Markaðsdeild Smárabíós hefur aldrei lent í jafn miklum vandræðum með að fjalla um nokkra kvikmynd eða auglýsa á samfélagsmiðlum og nú vegna myndarinnar The Apprentice. Nánast hver einasta auglýsing hefur verið bönnuð eða slökkt á svo til samstundis. Þetta kemur fram tilkynningu frá Smárabíói. Myndin fjallar um uppruna forsetans fyrrverandi… Lesa meira

Hvernig breytti Sebastian Stan sér í DT fyrir The Apprentice


Það kallaði á ýmsar áskoranir fyrir Sebastian Stan að breyta sér í Donald Trump.

Sebastian Stan er almennt talinn einn kynþokkafyllsti leikarinn í Hollywood og geta hans til að túlka af dýpt ólíkar persónur er óumdeild. Hann er einn af fáum leikurum sem hika ekki við að umbreyta sér til að kalla fram persónuna sem hann er að leika, þannig að hún lifni við… Lesa meira

Sér fyrir sér röð Smile kvikmynda


Smile 2 leikstjórinn Parker Finn segir að þó svo að „bölvunin“ hafi verið opinberuð í fyrstu myndinni Smile – þá sé margt ennþá ósagt.

Smile 2 leikstjórinn Parker Finn segir að þó svo að „bölvunin“ hafi verið opinberuð í fyrstu myndinni, Smile, þá sé margt enn ósagt. Hrollvekjan Smile 2 kemur í bíó á Íslandi í dag. „Það voru upplýsingar sem ég geymdi með sjálfum mér sem voru ekki notaðar í fyrstu kvikmyndinni og… Lesa meira

30 fjölbreyttar og geggjaðar hrekkjavökumyndir


Hefur þú séð allar þessar?

Hvað er það sem kemur okkur í hrekkjavökugírinn? Er það búningafjör, graskersskreytingar, beinagrindur og almennur drungi eða býr eitthvað stærra þarna meira að baki? Kannski er líka stundum bara frussugaman að fagna hinu yfirnáttúrulega, prakkarast og horfa á skítmikið af hryllingsmyndum. Eða alls konar myndum með hryllingsívafi…. Hrekkjavaka er enn… Lesa meira

Vélmennið vinsælast


Í öðru sæti aðsóknarlistans lenti íslenska gamanmyndin Topp 10 Möst með 1.371 gest og er þá Ljósvíkingar komin í þriðja sætið (á sjöttu viku) með tæplega 14 þúsund manna aðsókn.

Teiknimyndin Villta vélmennið (e. The Wild Robot) hreppti efsta sæti aðsóknarlista íslenskra kvikmyndahúsa nú um helgina, á sinni annarri viku á lista, en áður var hún í öðru sætinu. Alls hafa 5.646 manns séð myndina frá frumsýningu. Myndin hefur verið að spyrjast vel út enda fengið frábæra dóma. Hún er… Lesa meira

Djarfari, ógeðslegri og blóðugri en Smile 1


„Allt sem þú elskaðir við fyrstu myndina gerum við núna tíu sinnum meira af," segir leikstjóri Smile 2.

„Allt sem þú elskaðir við fyrstu myndina gerum við núna tíu sinnum meira af," segir leikstjórinn og handritshöfundurinn Parker Finn í kynningarmyndbandi fyrir hrollvekjuna Smile 2 sem kemur í bíó á Íslandi á fimmtudaginn. Þá segir Finn að myndin verði djarfari, ógeðslegri og blóðugri en síðasta mynd sem frumsýnd var… Lesa meira

Laugavegurinn – Frítt í bíó


Þetta er í raun fáranlegt verkefni, að fylgja hlaupurum eftir á hálendi Íslands.

“Þetta er í raun fáranlegt verkefni, að fylgja hlaupurum eftir á hálendi Íslands - en pælingin var að elta Þorstein Roy Jóhannsson og Andreu Kolbeinsdóttur, eftir bestu getu, “ segir Garpur Ingason Elísabetarson leikstjóri heimildarmyndarinnar Laugavegarins í samtali við kvikmyndir.is. “Eftir miklar pælingar og hugsanir fram og til baka hvort… Lesa meira

PIFF sýnir fyrsta hrollvekjuna á írsku


Taibhse, sem sýnd verður á PIFF, er fyrsta hryllingsmyndin sem gerð hefur verið algjörlega á írsku.

Von er rúmlega 30 gestum á alþjóðlegu kvikmyndahátíðina PIFF (Pigeon InternationalFilm Festival) sem hefst á Ísafirði á fimmtudag. Koma þeir frá flestum heimshornum svo sem Póllandi, Íran, Íslandi og Írlandi. Einn þeirra er John Farrelly, leikstjóri og handritshöfundur hryllingsmyndarinnar An Taibhse sem sýnd er í Ísafjarðarbíói kl. 20 á fimmtudagskvöld.… Lesa meira

Jókerinn á toppnum


Íslendingar hafa sýnt Joker: Folie a Deux talsverðan áhuga og fóru alls 4,532 manns á myndina og tókst Phoenix og félögum að velta Ljósvíkingum úr toppsætinu.

Nýjasta kvikmyndin um Arthur Fleck, Joker: Folie a Deux, skaust rakleiðis í toppsætið á aðsóknarlista íslenskra kvikmyndahúsa nú um helgina. Myndin hefur hlotið gríðarlegt umtal víða um heim og skartar þeim Joaquin Phoenix líkt og í fyrri myndinni ásamt Lady Gaga og fleirum. Fleck glímir áfram við tvöfalda sjálfsmynd sína… Lesa meira

Áttu sígarettu? er það fyrsta sem hann segir


Todd Phillips leikstjóri, handritshöfundur og framleiðandi Joker: Folie à Deux segir að kvikmyndir séu spegill samfélagsins.

Todd Phillips leikstjóri, handritshöfundur og framleiðandi Joker: Folie à Deux, sem kemur í bíó núna á fimmtudaginn, segir spurður að því afhverju áhorfendur hafi tengt svona sterkt við Arthur Fleck í fyrri myndinni og hvernig vinna við þessa mynd hófst eftir velgengni hinnar, að kvikmyndir séu spegill fyrir samfélagið. “Ég… Lesa meira

Ljósvíkingar í góðum gír á toppnum eftir fjórðu helgi


Íslenskt hefur verið ríkjandi í bíóhúsum borgarinnar þessa dagana.

Íslenskt hefur verið ríkjandi í bíóhúsum borgarinnar að undanförnu. 2.897 gestir sáu Ljósvíkinga í kvikmyndahúsum í vikunni, en alls hafa 10.046 séð hana eftir fjórðu helgi. Enn trónir þessi kvikmynd Snævars Sölva Sölvasonar og félaga í toppsætinu og er óhætt að segja að myndin hafi verið að spyrjast vel út.… Lesa meira

Byrjuðu snemma að vinna með Hildi


Todd Phillips segir það aldrei hafa verið spurningu að fá Hildi Guðnadóttur til að semja tónlistina í Joker: Folie à Deux.

Todd Phillips, leikstjóri, handritshöfundur og framleiðandi Joker: Folie à Deux sem kemur í bíó á fimmtudaginn 3. október nk. segir það aldrei hafa verið spurningu að fá kvikmyndatónskáldið Hildi Guðnadóttur, sem fékk Óskarsverðlaunin fyrir tónlistina í fyrri myndinni, aftur til að semja tónlistina í nýju myndina. “Það var aldrei spurning.… Lesa meira

Topp 10 Möst að mati Ólafar Birnu


Ólöf Birna Torfadóttir kvikmyndagerðarkona leiðir okkur í gegnum tíu kvikmyndir sem henni þykir vænt um.

Ólöf Birna Torfadóttir, leikstjóri og handritshöfundur svörtu gamanmyndarinnar Topp 10 Möst - sem væntanleg er í bíó þann 11. október - deilir hér með lesendum lista yfir sínar topp tíu uppáhalds kvikmyndir og hvers vegna. Sjá einnig: Með spennu og kómík að leiðarljósi Topp 10 Möst segir annars vegar frá… Lesa meira

Skaust í toppsætið í þriðju viku


Þegar á heildina er litið voru 2,545 gestir sem sáu Ljósvíkinga í vikunni, en alls hafa 7,149 séð hana eftir þriðju helgi.

Árangur Ljósvíkings, nýjustu kvikmyndar Snævars Sölva Sölvasonar, var glæsilegur um helgina en myndin rauk upp í efsta sæti bíóaðsóknarlistans á sinni þriðju viku í sýningum. Myndinni tókst að velta Beetlejuice Beetlejuice úr toppsætinu og sló einnig út Transformers One, sem frumsýnd var um helgina og lenti í þriðja sæti. Þrjár… Lesa meira

Úrvalið aldrei meira af íslenskum myndum í fullri lengd


Þetta er það íslenska sem þú vilt sjá á RIFF í ár.

Íslensk kvikmyndagerð er í hávegum höfð á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík (e. RIFF) sem hefst í Háskólabíói á fimmtudag í næstu viku, þann 26. september og stendur yfir til 6. október. Í fréttatilkynningu RIFF segir að úrvalið af leiknu efni og heimildarmyndum, eftir Íslendinga eða um Ísland, hafi raunar aldrei… Lesa meira

Þetta eru leikraddirnar og persónurnar í Transformers One


Tilefni til að kynnast betur persónum myndarinnar og fólkinu sem ljáir þeim raddir sínar - á íslensku og ensku.

Ævintýramyndin Transformers One verður frumsýnd nú á föstudaginn. Af því tilefni birtum við hér lýsingar á helstu persónum myndarinnar, en það mun pottþétt gera bíóupplifunina betri að kynnast persónunum áður en þær birtast á hvíta tjaldinu. Einnig má sjá hér að neðan yfirlit yfir helstu leikraddir myndarinnar í íslensku og… Lesa meira

Beetlejuice enn í stuði á toppnum


Áhorfendur víða um heim eru óhræddir við að hrópa 'Beetlejuice' þrisvar sinnum.

Fríkaða framhaldsmyndin úr smiðju leikstjórans Tim Burton, Beetlejuice Beetlejuice, heldur áfram að mala gull í aðsókn víða, en myndin hefur farið létt með að halda toppsætinu vestanhafs jafnt og á Íslandi. Alls hafa núna tæplega sjö þúsund manns séð myndina í kvikmyndahúsum á Íslandi. Ljósvíkingar halda enn ágætisdampi í öðru… Lesa meira

James Earl Jones er látinn


Stórleikarinn fannst látinn á heimili sínu í New York. Hann var 93 ára.

Bandaríski leikarinn James Earl Jones, maðurinn sem hefur ljáð Svarthöfða rödd sína (ásamt Mufasa úr Konungi ljónanna) í áraraðir, er látinn, 93 ára að aldri. Jones átti að baki stórglæsilegan feril í kvikmyndum og á Broadway er á meðal EGOT sigurvegara svonefndu, sum sé þeirra sem hafa hlotið Emmy-, Grammy-,… Lesa meira

Topp 10 Möst: Með spennu og kómík að leiðarljósi


„Við erum svolítið forrituð þannig að geta hlegið að fáránlegum hlutum af því þeir eru svo sannir"

Nýjasta kvikmyndin frá Ólöfu Birnu Torfadóttur, Topp 10 Möst, er væntanleg í bíó þann 11. október en myndin segir frá listakonu sem ákveður að gera topp 10 lista yfir hluti sem hún vill gera áður en hún deyr. Með helstu hlutverk fara Helga Braga Jónsdóttir og Tanja Björk Ómarsdóttir. Ólöf… Lesa meira

‘Beetlejuice Beetlejuice’ hrópað um allan heim


Beetlejuice skaust rakleiðis á toppinn hérlendis og víða.

Svarta kómedían Beetlejuice Beetlejuice fór töluvert fram úr væntingum í aðsókn víða um heim og þá ekki síst vestanhafs. Þar halaði framhaldsmyndin inn um 110 milljónum bandaríkjadollara og er þar með þriðja stærstu opnun ársins (á eftir Deadpool & Wolverine og Inside Out 2) og stærsta helgaropnun kvikmyndar úr smiðju… Lesa meira

Topp tíu matarmyndir


Ljósvíkingar er líklega fyrsta íslenska leikna kvikmyndin sem fjallar um matar- og veitingahúsamenningu.

Ljósvíkingar er líklega fyrsta íslenska leikna kvikmyndin sem fjallar um matar- og veitingahúsamenningu. Af því tilefni tókum við saman topplista yfir helstu kvikmyndir um matargerð: 1. Ratatouille (2007) Af hverju er hún góð: Fallega teiknuð og hlýleg saga gerir myndina að einni bestu matarmynd sem gerð hefur verið. [movie id=3505]… Lesa meira