Minecraft er geysivinsæl og er nú sína fjórðu viku á toppnum á Íslandi.
Tölvuleikjamyndin A Minecraft Movie er enn vinsælasta kvikmyndin á Íslandi eftir fjórar vikur í sýningum en myndin var sýnd í fimmtán bíósölum um síðustu helgi. Tekjur myndarinnar eru nú orðnar ríflega 71 milljón krónur samtals. Sinners sitja eins og vikuna þar á undan í öðru sæti listans en nýja myndin… Lesa meira
Fréttir
Ástin sem eftir er heimsfrumsýnd á aðaldagskrá kvikmyndahátíðarinnar í Cannes
Nýjasta kvikmynd Hlyns Pálmasonar, Ástin sem eftir er, verður heimsfrumsýnd í aðaldagskrá kvikmyndahátíðarinnar í Cannes 2025.
Nýjasta kvikmynd Hlyns Pálmasonar, Ástin sem eftir er, verður heimsfrumsýnd í aðaldagskrá kvikmyndahátíðarinnar í Cannes 2025. Myndin verður sýnd í Cannes Premiere-flokki hátíðarinnar og er það í fyrsta sinn sem íslensk kvikmynd er valin í þennan virta flokk. Hátíðin fer fram í 78. sinn dagana 13.–24. maí. Önnur mynd Hlyns… Lesa meira
The Accountant 2 slær upphaflegri mynd Ben Afflecks við á Rotten Tomatoes
The Accountant 2 hefur nú þegar notið góðs gengis í kvikmyndahúsum
Ben Affleck sló heldur betur í gegn sem hasarhetja þegar The Accountant var frumsýnd fyrir tæpum áratug. Áhorfendur tóku myndinni opnum örmum og velgengni hennar skapaði eftirvæntingu eftir framhaldi, sem loks varð að veruleika. Frábær kemistría milli Affleck og Bernthal The Accountant 2, sem leikstýrt er af Gavin O’Connor, þeim… Lesa meira
Minecraft enn langvinsælust
Tölvuleikjamyndin Minecraft heldur stöðu sinni á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans þriðju vikuna í röð.
Tölvuleikjamyndin Minecraft heldur stöðu sinni á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans þriðju vikuna í röð og fer létt með en næstu myndir eru með töluvert minni aðsókn. Þannig var Minecraft með um 4,5 milljónir í tekjur eftir sýningar síðustu helgar á meðan nýja myndin Sinners náði 1,6 milljónum. Samanlagt er Minecraft komin… Lesa meira
Nostalbíó vikunnar: Kvikmyndaklassík í bíó
Nóg af sígildum kvikmyndum í bíó í næstu viku
Næsta vika býður upp á úrval sígildra mynda í bíó – tilvalið tækifæri til að rifja upp kvikmyndatöfra fortíðar á stóra tjaldinu. Eftirfarandi er stutt yfirferð yfir þær Nostalbíómyndir sem verða sýndar víðs vegar um borgina á næstu dögum. Con Air (1997) Þegar hópur hættulegra fanga nær tökum á flugvél… Lesa meira
Þyngra ferðalag í Bíó Paradís
Heavier Trip er fjörug ádeila sem gerir góðlátlegt grín að öfgafullum undirstefnum þungarokksins
Heavier Trip, framhald kvikmyndarinnar Heavy Trip frá 2018, kemur í bíó á morgun þann 17. apríl.Í myndinni fylgjumst við með hættulegustu dauðarokkhljómsveit heims, Impaled Rektum, skipuleggja flótta sinn úr norsku fangelsi, ferðast um Norður-Evrópu og reyna að komast á hina virðulegu tónlistarhátíð Wacken.Á leið sinni til Wacken hátíðarinnar lenda strákarnir… Lesa meira
Beetlejuice 3 líkleg hjá Warner Bros.
Stjórnendur hjá kvikmyndaverinu Warner Bros hafa gefið til kynna að Beetlejuice 3 sé á leiðinni.
Stjórnendur hjá kvikmyndaverinu Warner Bros hafa gefið til kynna að Beetlejuice 3 sé á leiðinni.Framhald klassísku myndarinnar frá árinu 1988 eftir Tim Burton, þar sem Michael Keaton, Winona Ryder og Jenna Ortega léku stærstu hlutverkin, hlaut almennt jákvæðar umsagnir hjá gagnrýnendum, fékk góðar viðtökur og þénaði 451 milljón dollara um… Lesa meira
Rami Malek snýr aftur í myndinni The Amateur
Nýjasta kvikmynd Rami Malek, The Amateur, er óhefðbundin hasarmynd þar sem stærðfræði og hugvit spila stórt hlutverk.
Nýjasta kvikmynd Rami Malek, The Amateur, er óhefðbundin hasarmynd þar sem stærðfræði og hugvit spila stórt hlutverk. Stærðfræði, morð og CIA leyniþjónustumaður Rami Malek, m.a. þekktur fyrir leik sinn í þáttaseríunni Mr. Robot og sem goðsagnakenndi söngvarinn Freddy Mercury í myndinni Bohemian Rapsody, leikur aðalhlutverkið í myndinni The Amateur, mynd… Lesa meira
Höfundur Yellowstone með mörg járn í eldinum
Taylor Sheridan, höfundur Yellowstone þáttana, er einn af uppteknustu höfundum Hollywood
Taylor Sheridan, höfundur Yellowstone þáttana, er einn af uppteknustu höfundum Hollywood. Fáir í sjónvarpsþáttagerð nú til dags vinna jafn ötullega og framleiðandinn, rithöfundurinn og leikstjórinn Taylor Sheridan. Í lok árs 2024 Kláraði Sheridan loksins hina gífurlega vinsælu vestraseríu Yellowstone, en hóf jafnframt nýja seríu með Billy Bob Thornton í aðalhlutverki,… Lesa meira
19 þúsund sáu Minecraft um helgina
Kvikmyndin A Minecraft Movie sló í gegn um helgina.
Kvikmyndin A Minecraft Movie, sem óhætt er að segja að margir hafi beðið eftir með mikilli eftirvæntingu, var loksins frumsýnd í kvikmyndahúsum um helgina og er óhætt að segja að hún hafi slegið í gegn. Samkvæmt bíóaðsóknarlistanum þá hafa nú næstum 19 þúsund manns séð myndina, en Minecraft er mest… Lesa meira
Minecraft söluhæst í forsölu
A Minecraft movie best selda kvikmyndin í forsölu fyrir árið 2025
Miðasölufyrirtækið Fandango greinir frá því að væntanleg kvikmynd framleiðslufyrirtækjanna Warner Bros og Legendary Pictures, A Minecraft Movie, sé best selda myndin í forsölu fyrir árið 2025. Kvikmyndin, sem frumsýnd verður 3. apríl hér á landi, er spáð yfir 60 milljónum dala í tekjur á frumsýningarhelginni. Samkvæmt Fandango hefur myndin, sem… Lesa meira
Vinnumaðurinn vann
Jason Statham myndin A Working Man, eða Vinnumaðurinn, ný á lista, kom sá og sigraði, á íslenska bíóaðsóknarlistanum um helgina.
Jason Statham myndin A Working Man, eða Vinnumaðurinn, ný á lista, kom sá og sigraði, á íslenska bíóaðsóknarlistanum um helgina og ruddi þar með Disney myndinni um Mjallhvíti úr toppsætinu niður í sæti númer 2. Í þriðja sæti líkt og í síðustu viku situr svo teiknimyndin Hundmann. Hin nýja myndin,… Lesa meira
The Legend of Zelda kvikmynd 2027
Japanska tölvuleikjafyrirtækið Nintendo hefur tilkynnt framleiðslu á Live-action kvikmynd um hina heimsfrægu og goðsagnakenndu tölvuleikjaseríu The Legend of Zelda.
Japanska tölvuleikjafyrirtækið Nintendo hefur tilkynnt framleiðslu á Live-action kvikmynd um hina heimsfrægu og goðsagnakenndu tölvuleikjaseríu The Legend of Zelda. Eftir gríðarlega velgengni teiknimyndarinnar The Super Mario Bros. Movie frá Nintendo, sem halaði inn yfir 1,3 milljörðum Bandaríkjadala í miðasölutekjur, er Nintendo nú með aðra teiknimynd í bígerð um Mario auk… Lesa meira
Nolan með frjálsar hendur við gerð The Odyssey
Christopher Nolan stendur nú að gerð kvikmyndarinnar The Odyssey.
Hinn heimsfrægi breski kvikmyndaleikstjóri Christopher Nolan ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Nú stendur hann að gerð myndarinnar The Odyssey sem mun innihalda stóran hóp leikara og meðal þeirra eru sum af stærstu nöfnunum í Hollywood. Einn þeirra, John Leguizamo, segir að Nolan hagræði framleiðslunni þannig að… Lesa meira
Næstu myndir í Nostalbíó
Sígildar myndir rata aftur á stóra tjaldið.
Að undanförnu hafa kvikmyndahús landsins aukið sýningar á eldri klassískum kvikmyndum. Bíótöfrar er kvikmyndaklúbbur sem varð til í samstarfi milli Sambíóanna, hlaðvarpsins Bíóblaðurs og Fésbókagrúppunnar Kvikmyndaáhugamenn. Myndir á borð við 1981 útgáfu af hryllingsmyndinni The Thing, grínmyndina Tropic Thunder (2008) og hasarmyndina Heat (1995) voru sýndar á vegum klúbbsins. Einnig… Lesa meira
Ástir eldri karls og konu án væmni
Mika Kaurismaki segist í mynd sinni Fimmtudagurinn langi hafa viljað segja frá ástum eldri karls og konu á hlýjan og einfaldan hátt, án nokkurs konar væmni.
Finnski kvikmyndaleikstjórinn Mika Kaurismaki segist í mynd sinni Fimmtudagurinn langi, sem frumsýnd verður á hátíðarsýningu í Smárabíói 27. mars nk. kl. 19, hafa viljað segja frá ástum eldri karls og konu á hlýjan og einfaldan hátt, án nokkurs konar væmni. "Það var nautn að vinna með frábærum leikurum sem tekið… Lesa meira
10 staðreyndir um Indiana Jones and the Temple of Doom (1984)
Vissirðu þetta um Indiana Jones and the Temple of Doom ?
1. Námuvagnsatriðið og stökkið úr flugvélinni með björgunarbátinn áttu upprunalega að vera í fyrstu Indiana Jones myndinni; Raiders of the lost Ark. Námuvagnsatriðið átti að gerast eftir lokaatriðið í Raiders eftir að nasistarnir opnuðu örkina, og björgunarbátsatriðið átti að gerast þegar Indiana Jones er á leið sinni til Nepal rétt… Lesa meira
Final Destination dauðstreymi
Warner Bros. verður með 25 klukkustunda streymi á youtube-rás sinni í dag, mánudaginn 17. mars.
Framleiðslufyrirtækið Warner Bros. fagnar 25 ára afmæli Final Destinations kvikmyndaseríunnar og verður með 25 klukkustunda streymi á youtube-rás sinni í dag, mánudaginn 17. mars. Í stað þess að kalla þetta LIVEstream verður um DEATHSTREAM að ræða og verður rifjuð upp atriði úr fyrri myndum seríunnar, þá m.a. ógleymanlegir dauðdagar úr… Lesa meira
Full dagskrá hjá Scorsese
Hinn 82 ára gamli leikstjóri Martin Scorsese hefur mörg járn í eldinum.
Hinn 82 ára gamli leikstjóri Martin Scorsese hefur mörg járn í eldinum. Stuttlega eftir síðustu kvikmynd hans 'The Killers of the Flower Moon' fréttist að næstu myndir goðsagnakennda leikstjórans yrðu 'A life of Jesus', byggt á bók eftir Shūsaku Endō og önnur sannsöguleg kvikmynd um ævis hins heimsfræga söngvara og… Lesa meira
Margfalda klónið Mickey 17 fær fjórar stjörnur
Robbie Collin kvikmyndagagnrýnandi breska blaðsins The Daily Telegraph gefur nýjustu mynd suður-kóreska Óskarsverðlaunaleikstjórans Bong Joon-ho, Mickey 17, fjórar stjörnur af fimm mögulegum.
Robbie Collin kvikmyndagagnrýnandi breska blaðsins The Daily Telegraph gefur nýjustu mynd suður-kóreska Óskarsverðlaunaleikstjórans Bong Joon-ho, Mickey 17, fjórar stjörnur af fimm mögulegum í nýjum dómi. Með aðalhlutverkið í myndinni fer Robert Pattinson. Þó að myndin heiti Mickey 17 er hún ekki sautjánda myndin í röðinni um þennan Mickey, eins og… Lesa meira
Hundmann tók toppsæti aðsóknarlistans
Hundmann og Bridget Jones höfðu sætaskipti um síðustu helgi.
Teiknimyndin Hundmann gerði sér lítið fyrir og tók toppsæti íslenska bíóaðsóknarlistans af Bridget Jones Mad About the Boy um síðustu helgi en Hundmann var í öðru sæti vikuna á undan. Myndirnar höfðu því sætaskipti. 2.500 mættu í bíó til að sjá Hundmann en rúmlega 1.300 manns komu á Bridget Jones.… Lesa meira
Bridget fór alla leið á toppinn
Bridget Jones gerði sér lítið fyrir og tók toppsæti íslenska bíóaðsóknarlistans.
Bridget Jones í kvikmyndinni Bridget Jones Mad About the Boy gerði sér lítið fyrir og tók toppsæti íslenska bíóaðsóknarlistans um síðustu helgi, eftir að hafa lent í öðru sæti vikuna á undan. Myndin var sýnd í ellefu kvikmyndasölum um síðustu helgi. Í öðru sæti er Dog Man, eða Hundmann, og… Lesa meira
Viltu komast til Hollywood með Oreo og Minecraft?
Þú getur unnið ferð til Bandaríkjanna með því að bíta í Oreo köku og taka þátt í leik!
Oreo kexkakan vinsæla er opinber samstarfsaðili Minecraft kvikmyndarinnar sem væntanleg er í bíó í 3. apríl nk. Af því tilefni hafa Oreo (Innnes ehf. umboðsaðili Oreo á Íslandi) og Minecraft sett á laggirnar risastóran gjafaleik þar sem í aðalverðlaun er VIP-ferð til Bandaríkjanna með heimsókn í kvikmyndaver Warner Bros. og… Lesa meira
Óskarinn 2025
Óskarsverðlaunahátiðin fer fram að vanda í kvikmyndahúsinu Dolby Theatre í Hollywood í Los Angeles í Bandaríkjunum næstkomandi mánudag
Óskarsverðlaunahátiðin fer fram að vanda í kvikmyndahúsinu Dolby Theatre í Hollywood í Los Angeles í Bandaríkjunum næstkomandi sunnudag og hefst kl. 16 að bandarískum tíma en á miðnætti að íslenskum tíma. Nú verður í fyrsta skipti hægt að streyma hátíðinni á Hulu en hún verður einnig sýnd í beinni útsendingu… Lesa meira
Severance sería 2 lofar góðu
Sería 2 af sjónvarpsþáttunum Severance er byrjuð aftur og hefur fengið góða dóma hingað til.
Sería 2 af sjónvarpsþáttunum Severance er byrjuð aftur og hefur fengið góða dóma hingað til. Severance er vísindaskáldskapur sem fjallar um fólk sem hefur farið í heilaskurðaðgerð í boði fyrirtækisins sem það vinnur hjá, Lumon Industries, til að kljúfa sjálfið í tvo hluta. Einn hluta sem fer í vinnuna (innies)… Lesa meira
Bridget Jones: Sú besta í seríunni til þessa
Bridget Jones er mætt aftur á hvíta tjaldið í fjórðu kvikmyndinni um þessa ástsælu persónu, Bridget Jones: Mad About the Boy.
Bridget Jones er mætt aftur á hvíta tjaldið í fjórðu kvikmyndinni um þessa ástsælu persónu, Bridget Jones: Mad About the Boy. Myndin, sem byggir á samnefndri skáldsögu Helen Fielding, hefur þegar fengið frábærar viðtökur, en gagnrýnandi The Daily Telegraph segir t.d. að um bestu myndina í seríunni til þessa sé… Lesa meira
Við sáum Steve Rogers rétta skjöldinn yfir til Sam Wilson
Kvikmyndir.is tók þátt í blaðamannafundi fyrir Captain America: Brave New World.
Á blaðamannafundi ofurhetjumyndarinnar Captain America: Brave New World sem Kvikmyndir.is tók þátt í á dögunum á netinu ræddu aðstandendur myndarinnar, þ.á.m. forstjóri Marvel, leikstjóri, aðalleikarar ofl. ýmislegt er myndina varðar og svöruðu spurningum fréttamanna. Á meðal viðstaddra voru m.a. leikararnir Harrison Ford og Anthony Mackie, en Ford leikur forseta Bandaríkjanna… Lesa meira
David Lynch minnst í Sambíóunum Kringlunni
Kvikmyndaáhugamenn fá mikið fyrir snúð sinn í Sambíóunum Kringlunni í mars.
Kvikmyndaáhugamenn fá mikið fyrir snúð sinn í Sambíóunum Kringlunni í mars því þá verður hins mikla meistara David Lynch minnst og fjórar mynda hans sýndar. Lynch lést 15. janúar sl. Sýningarnar verða á mánudögum en um er að ræða nokkrar af hans eftirminnilegustu kvikmyndum. Eins og segir í tilkynningu frá… Lesa meira
Ekkert fararsnið á Paddington í Perú
Paddington í Perú var á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans fjórðu vikuna í röð eftir sýningar síðustu helgar.
Paddington í Perú var á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans fjórðu vikuna í röð eftir sýningar síðustu helgar. Bob Dylan myndin A Complete Unknown hélt öðru sætinu frá síðustu viku en í þriðja sætið er komin teiknimyndin Þegar Jörðin sprakk í loft upp. Íslenska myndin Fjallið fór ný á lista rakleiðis í… Lesa meira
Tók 11 daga að skjóta All eyes on me
Leikstjóri All Eyes on Me, Pascal Payant, er kanadískur leikstjóri, framleiðandi og handritshöfundur frá Montreal. Hann tekur myndirnar sínar upp sjálfur og notar eingöngu hljóðmann og leikara að auki.
Pascal Payant er kanadískur leikstjóri, framleiðandi og handritshöfundur frá Montreal. Hann tekur myndirnar sínar upp sjálfur og notar eingöngu hljóðmann og leikara að auki. Hann útskrifaðist úr Quebec Háskóla í Montreal (UQAM) í handritssmíði og sálfræðilegri greiningu í kvikmyndum (Heimild: Pascal Payant, Imdb Mini bio). Hann hefur hlotið lof og… Lesa meira