Frönsk veisla hefst á föstudag

Hin árlega franska kvikmyndahátíð hefst þann 11. janúar nk. og stendur til 24. janúar. Hátíðin verður haldin í Háskólabíói.

Á myndinni eru ýmsar góðar kvikmyndir í boði, þar á meðal myndin Amour, eða Ást, sem vann Gullpálmann í Cannes í fyrra.

Einnig má nefna myndirnar Ryð og bein, Jarðarförin hennar Ömmu og Griðastaður.

Sjáðu sjónvarpsauglýsinguna fyrir hátíðina hér að neðan:

Hátíðin er samstarfsverkefni Franska sendiráðsins, Alliance française og Græna ljóssins.

Eftirtaldar myndir verða sýndar:

Ryð og bein (Rust and Bone) – OPNUNARMYNDIN
Ást (Amour)
Griðastaður (La Clé des Champs)
Jarðaförin hennar ömmu (Adieu Berthe)
Baneitrað (Un Poison Violent)
Stórlaxarnir (Les Barons)
Töframaðurinn (The Illusionist)
Wolberg fjölskyldan (La Famillie Wolberg)
Nénette og áhorfendurnir (Nénette)

Smelltu hér til að fá frekari upplýsingar um hátíðina.