Myndform frumsýnir myndina Anna Karenina á föstudaginn, 15. mars í Laugarásbíó, Háskólabíó og Borgarbíó Akureyri.
Myndin var tilnefnd til þriggja Óskarsverðlauna.
Leikstjóri er Joe Wright en hann hefur meðal annars gert myndirnar Atonement og Pride and Prejudice.
Í Myndum mánaðarins segir um myndina: „Meistarverk Leos Tolstoj, Anna Karenina, fjallar um rússneska hefðarkonu sem kastar öllu frá sér til að upplifa sanna ást
með manninum sem hún elskar.“
Sjáðu stikluna úr myndinni hér að neðan:
Anna (Keira Knightley) og Alexei (Jude Law) eru gift, og þó að þau líti út fyrir að vera hamingjusöm er ljóst að hvorugt þeirra hefur áhuga á maka sínum né hjónabandinu. Einn daginn heimsækir Anna bróðir sinn og þar kynnist hún Vronsky greifa (Aaron Taylor-Johnson). Þau falla samstundis fyrir hvort öðru, en Anna er óviss um tilfinningar sínar í fyrstu. Hún ákveður að lokum að hefja ástarsamband með Vronsky, og ást hennar fyrir honum er svo sterk að Alexei kemst að hjúskaparbroti hennar. Þegar hún uppgötvar að hún er orðin ólett af Vronsky, setur Alexei henni tvo afarkosti: að yfirgefa greifann, koma aftur til sín, og halda barninu, eða að vera áfram með Vronsky og afsala sér ófæddu barni sínu.
Aldurstakmark: 12 ára
Fróðleiksmolar til gamans:
• Anna Karenina hefur hlotið fjölmörg verðlaun og viðurkenningar,
var m.a. tilnefnd til Golden Globe-verðlauna fyrir tónlistina og
til sex BAFTA-verðlauna, þar á meðal sem besta breska mynd
ársins. Hún hlaut BAFTA-verðlaunin fyrir bestu búningahönnunina
og var tilnefnd til fernra Óskarsverðlauna, fyrir tónlist, búninga,
kvikmyndun og sviðshönnun.
• Hera Hilmarsdóttir (Svartir Englar, Hamarinn) fer með hlutverk
Varyu í myndinni.