Frumsýning: R.I.P.D.

Myndform frumsýnir gaman- og spennumyndina R.I.P.D. með Jeff Bridges og Ryan Reynolds í aðalhlutverkum á föstudaginn næsta, þann 19. júlí.

Myndin verður sýnd í Laugarásbíó, Smárabíó, Háskólabíó og Borgarbíó Akureyri.

Sjáðu stiklu úr myndinni hér fyrir neðan:

Roy Pulsifer (Jeff Bridges) er þaulreyndur fógeti í sérstakri lögregludeild (R.I.P.D.) sem sérhæfir sig í að hafa uppi á illum öndum sem dulbúa sig eins og venjulegar manneskjur. Honum kemur ekki saman við félaga sinn, nýliðann Nick Walker (Ryan Reynolds), sem var upprennandi leynilögreglumaður áður en hann fór yfir móðuna miklu. Þeir verða að leggja ágreining sinn til hliðar og vinna saman þegar þeir komast á snoðir um ráðabrugg sem gæti hæglega bundið endi á lífið eins og það leggur sig.

jeff ryan

Aldursmerking: 10 ára

Fróðleiksmolar til gamans: 

• R.I.P.D., sem er skammstöfun fyrir „Rest in Peace Department“, sækir efnivið sinn í teiknimyndasögur frá Dark Horse, en þær eru eftir rithöfundinn Peter A. Lenkov sem einnig er þekktur fyrir handritsgerð sína að CSI- og 24-sjónvarpsþáttunum.
• Eitt af atriðunum í R.I.P.D. er tekið upp nálægt Copley-torginu í Boston, en þar munaði minnstu að Jeff Bridges týndi lífi fyrir tuttugu árum þegar ein sprengingin fór úrskeiðis við gerð myndarinnar Blown Away.