Frumsýning: Furðufuglar

Myndform frumsýnir fjölskyldumyndina Furðufuglar, eða Free Birds, á föstudaginn næsta, þann 1. nóvember í Laugarásbíói, Smárabíói, Háskólabíói og Borgarbíói Akureyri.

„Bráðskemmtileg fjölskyldumynd frá einum af framleiðanda SHREK og leikstjóra HORTON HEARS A WHO.“ segir í tilkynningu frá Myndformi.

Sjáðu stiklu úr myndinni hér fyrir neðan:

freebirdsKalkúnninn Raggi hefur verið náðaður af forseta Bandaríkjanna og lifir þægilegu lífi í Camp David þar sem hann snæðir á pizzum og glápir á imbakassann. Kalkúnninn Jake er hins vegar formaður (og eini meðlimur) hreyfingar sem berst fyrir frelsi og réttindum kalkúna. Áður en langt um líður leiða þessir tveir ólíku kalkúnar saman hesta sína til að vinna að sameiginlegu markmiði: að ferðast aftur í tímann og breyta gangi sögunnar þannig að kalkúnar verði aldrei aftur á matseðlinum á Þakkargjörðardag!

Aðalhlutverk: Owen Wilson, Woody Harrelson, Amy Poehler, Keith
David, Colm Meaney, Dan Fogler og George Takei

Leikstjórn: Jimmy Hayward

Bíó: Laugarásbíó, Smárabíó,
Háskólabíó og Borgarbíó Akureyri

Aldursmerking: Leyfð

Fróðleiksmolar til gamans: 

Furðufuglar verður sýnd í þrívídd og talsett á íslensku og í þeirri útgáfu eru það þau Hjálmar Hjálmarsson, Valdimar Flygenring, Selma Björnsdóttir, Viktor Már Bjarnasson, Steinn Ármann Magnússon og Magnús Ólafsson sem fara með aðalhlutverkin en leikstjóri er Tómas Freyr Hjaltason.