Frumsýning: Side Effects

Föstudaginn 5. apríl frumsýna SAMbíóin nýjustu mynd Steven Soderbergh Side Effects.

Í tilkynningu frá SAMbíóunum segir að Side Effects sé frábær sálfræðiþriller sem gagnrýnendur lofa í hástert og í rauninni fyrsta myndin á árinu sem sé að fá frábæra dóma um allan heim.  „Side Effects er magnaður sálfræðitryllir þar sem ekkert er eins og það sýnist og hver fléttan rekur aðra frá upphafi til enda. Ein besta mynd ársins hingað til.“

Sjáðu stikluna úr myndinni hér fyrir neðan:

Það eru þau Rooney Mara, Channing Tatum, Jude Law og Catherine Zeta-Jones sem fara með aðalhlutverkin í þessari nýjustu mynd Óskarsverðlaunaleikstjórans Stevens Soderbergh sem hefur jafnframt lýst því yfir að Side Effects verði síðasta bíómyndin sem hann gerir. Vonandi stendur hann ekki við það!

Emily Taylor er hamingjusamlega gift fjármálamanninum Martin Taylor og á sér einskis ills von þegar Martin er skyndilega handtekinn vegna misferlis. Þetta dregur Emily afar langt niður og svo fer að hún leitar aðstoðar sálfræðings sem eftir viðtal lætur hana hafa lyf til að vinna bug á angistinni sem nagar hana.

En lyfin hafa allt önnur áhrif á Emily en til var ætlast og segja má að veröld hennar fari í framhaldinu á hvolf vegna hinna óvæntu hliðarverkana. Svo fer að sálfræðingurinn lætur hana hafa ný lyf en þá tekur lítið betra við …

Fróðleiksmolar til gamans: 

• Mikilvæg ábending til væntanlegra áhorfenda: Ekki koma of seint á Side Effects. Byrjunin er nefnilega þannig að þú verður að sjá hvern einasta ramma frá upphafi til að skilja framvinduna og flétturnar til fulls!

• Höfundur tónlistarinnar í Side Effects er Thomas Newman en hann hefur verið tilnefndur til 11 Óskarsverðlauna fyrir kvikmyndatónlist, þar á meðal fyrir myndirnar Skyfall, The Shawshank Redemption, Finding Nemo og American Beauty.

Aðalhlutverk: Rooney Mara, Channing Tatum, Jude Law, Catherine Zeta-Jones, Polly Draper og Vinessa Shaw

Leikstjórn: Steven Soderbergh

Sýningarstaðir: Sambíóin Álfabakka,Egilshöll, Kringlunni, Akureyri og Keflavík

Aldurstakmark: 12 ára