Hafsteinn Gunnar Sigurðsson fékk góða dóma hjá gagnrýnendum fyrir kvikmynd sína Á annan veg árið 2011. Bandarískir framleiðendur voru einnig hrifnir af henni og var ákveðið að ráðast í endurgerð. Leikstjórinn David Gordon Green tók við starfinu og fékk til sín leikarana Paul Rudd og Emile Hirsch í aðalhlutverkin. Nú hefur fyrsta sýnishornið úr myndinni, sem ber heitið Prince Avalanche verið sýnd og má með sanni segja að hún líti mjög vel út.
Á annan veg, líkt og Prince Avalanche er mannleg kómedía sem gerist upp úr 1980 á heiði. Tveir frændur starfa við vegavinnu á afskekktum fjallvegum, handmála merkingar á malbik og reka niður tréstikur í vegkanta. Frændurnir þola ekki hvorn annan og verður því vinnan strembin, því þeir hafa engan annan að.
Prince Avalanche verður frumsýnd þann 9. ágúst næstkomandi.