Kalt vor hefst í vor

Tökur á nýrri mynd Hafsteins Gunnars Sigurðssonar, Kalt vor, munu hefjast í maí á næsta ári á Vestfjörðum. Morgunblaðið greinir frá þessu í dag. Hafsteinn skrifar handrit myndarinnar sjálfur ásamt Huldari Breiðfjörð rithöfundi. Blaðið hefur eftir Hafsteini að fjármögnun myndarinnar standi yfir.

Í fréttinni kemur einnig fram að bandarísk endurgerð síðustu myndar Hafsteins, Á annan veg, sem heitir á ensku Prince Avalanche, verði frumsýnd í Bandaríkjunum á næsta ári í leikstjórn David Gordon Green. Aðalhlutverkin tvö í myndinni leika Hollywoodstórstjörnurnar Paul Rudd og Emile Hirsch.

 

Hér að neðan er stikla úr Á annan veg, með enskum texta: