Hægt er að skoða fyrstu 5 mínúturnar úr nýjustu myndinni með Clive Owen, The International.
Þið
getið skoðað myndbrotið á undirsíðu myndarinnar (sem þið nálgist með að
smella á titilinn), eða bara á forsíðunni. Ég mæli eindregið með að þið
horfið á vídeóið í fullscreen-gæðum (Þið smellið bara á litla kassann
rétt hjá „Volume-inu“ – þetta fer framhjá mörgum)
Clive Owen leikur
Interpol fulltrúa sem rannsakar spilltan banka sem tengist
vopnasölubraski um allan heim með aðstoð Naomi Watts. Bankinn gerir
allt sem hann getur til að stoppa hann og eltingaleikurinn fer út um
allan heim og endar í svakalega blóðugu uppgjöri!
The
International er leikstýrð af Tom Tykwer, sem síðast gerði myndina
Perfume: The Story of a Murderer, en er sennilega þekktastur fyrir
þýska hæperþrillerinn Lola Rennt.
Myndin verður frumsýnd þann 27. febrúar.

