Fyrstu viðbrögð komin í hús: „Biðin var þess virði“

Nýjasta stórmyndin um ofurnjósnarann James Bond, No Time to Die, var frumsýnd nýverið fyrir fjölmiðlafólk og gagnrýnendur – og ljóst að áhorfendur voru að megninu til hæstánægðir með afraksturinn. Það virðist ótvírætt að myndin er umtalsvert betri en sú síðasta, SPECTRE, og sé með betri Bond-myndum frá upphafi. Sú skoðun er þó ekki algild en sjá má hressa samantekt af ummælum hér að neðan sem ætti að kitla hörðustu aðdáendur seríunnar.

Víða á netheimum, á Twitter og öðrum miðlum, má finna fyrstu viðbrögð við þessari spennumynd, sem margir hverjir hafa beðið eftir með mikilli eftirvæntingu (þá ekki síður í ljósi þess hversu oft henni hefur verið frestað vegna kórónuveirunnar).

Myndinni er leikstýrt af Cary Fukunaga. Sá er virtur í fagi sínu og sjálfsagt þekktastur fyrir kvikmyndina Beasts of No Nation (2015) ásamt fyrstu seríu True Detective. No Time to Die er 25. myndin í seríunni um James Bond.

Hér má sjá brot úr fyrstu viðbrögðum:

The longest Bond movie of all. It feels long, too. But it packs in so much that you can hardly complain.

BBC.com


Assiduously builds on everything that the recent Bond movies have established, in a way earlier incarnations generally didn’t.

CNN.com

Despites its ample flaws, I mostly had fun with No Time to Die and found it to be a fitting conclusion to Craig’s memorable yet uneven tenure as Bond.

FanboyNation

Taking over from Sam Mendes, 44-year-old Cary Joji Fukunaga is 007s first American director. He’s clearly having fun.

London Evening Standard

For those who’ve taken Daniel Craig’s Bond as their concerns: Their wait is worth it. His final scene is the most heartbreaking sequence in the franchise’s history.

The Playlist

The great Phoebe Waller-Bridge contributed to the screenplay; it’s nice to think that the „Fleabag“ creator might have come up with the funniest stuff.

Arizona Republic

No Time To Die is a misguided, meandering slog. [Daniel Craig] deserved a far better franchise send-off than this.

QueerHorrorMovies

Í No Time to Die mun Bond snúa aftur eftir að hafa lagt byssuna á hilluna og sest í helgan stein, en endurkoman fylgir í kjölfarið á því þegar Felix Leiter, gamall kollegi síns hjá CIA leyniþjónustunni, kallar eftir aðstoð hans.