Gabriel Byrne í Pretty Boy

Gabriel Byrne er nú búinn að gera samning upp á fullt af milljónum fyrir að leika í glæpamyndinni Pretty Boy sem fjallar um ævi Pretty Boy Floyd. Henni mun verða leikstýrt af Ken Russell (Altered States) og verður gerð fyrir um 30 milljónir dollara. Í samningaviðræðum eru einnig Matt Le Blanc úr vinum en hann á að leika lögreglustjórann sem er að elta uppi bófann, og bæði Reese Witherspoon og Claire Danes koma til greina í aðalkvenhlutverkið.