Náðu í appið
Gagnrýni eftir:Enemy at the Gates
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Það er aldeilis harðlífið hjá þeim fyrsta sem skrifaði um þessa mynd. Sjálfur er ég áhugamaður um stríðsmyndir og hef séð nokkuð margar, þ.á.m. hina rómuðu Stalingrad mynd. Þótt ég sé sammála að Stalingrad sé betri þá finnst mér slíkur samanburður mjög óréttlátur. Þótt átökin gerist á sama stað þá er söguþráðurinn gjör ólíkur. Í fyrsta lagi eru ,,hetjurnar" ekki Þjóðverjar heldur Rauðliðar. Í öðru lagi fjallar myndin meira um eina hetju, ástir hennar, vináttu og höfuð andstæðing. Við erum semsagt að bera saman mjög ólíkar myndir. Upphafsatriðið er glæsilegt (þótt það minni heldur of mikið á Saving Pr. Ryan)og leikmyndin er mjög trúverðug. Mörg atriðin eru feiki spennandi og glæsilega gerð. Einnig er að finna í þessari mynd eina mest kynæsandi senu sem ég hef séð lengi (hér er enn og aftur sannað að oft er betra að sýna minna). Semsagt ef þið viljið spennandi mynd með passlegri blöndu af ljótleika og fegurð þá mæli ég með þessari. Sérstaklega ef þið hafið gaman af stríðsmyndum og eruð ekki með of mikið harðlífi.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Chocolat
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mjög góð mynd í anda Gestaboðs Babettu en boðskapurinn minnir einnig eilítið á Pleasantville. Leikurinn í myndinni er óaðfinnanlegur, öll umgjörð til fyrirmyndar og húmorinn frábær. Ég hefði þó voljað sjá meiri tilþrif í kvikmyndatöku. Mörg skotin voru reyndar ágæt en mér fannst sem lítið hafi verið lagt í að byggja upp ramman. Og að lokum eitt. Það eyðilagði mikið fyrir mér að talið var aðeins á undan myndinni. Það er alveg óþolandi að kvikmyndahús skuli ekki passa upp á svona lagað. Í raun hefði maður átt að fá endurgreitt, því maður fékk ekki það sem maður borgaði fyrir. Annars bara bravó!!! Glæsileg og stórskemmtileg mynd sem ætti að höfða til allra.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Quills
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Í einu orði sagt: Frábært! Geoffrey Rush er ótrúlegur og vinnur algjörann leiksigur í myndinni. Klipping og taka er óaðfinnanleg, tónlistin heillandi og handritið einstaklega vel skrifað. Hvað viljið þið meira? Fjórar stjörnur fullar.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Tumi Tígur
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég er mikill aðdáandi Disney teikni mynda og elska fyrstu myndina um Bangsimon. Ég verð því miður að segja að þessi mynd er frekar vond, og allsekki þess virði að fara á. Ef ég hefði ekki verið með dætrum mínum á myndinni hefði ég gengið út af myndinni. Það vantaði hinn skemmtilega orðaleik, lifandi tónlist og fjörugar uppákomur eins og í fyrstu myndinni. Þetta er ekki einu sinni gott vídeósnakk. Eitt að lokum. Hafið þið tekið eftir þeirri áráttu upp á síðkastið að stilla hljóðið svo lágt að manni finnst maður vera heima í stofu með einn sjónvarpshátalara! Það gerðist þegar ég fór á þessa mynd. Ég vona að kvikmyndahúsin fari að hætta þessu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Patriot
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Myndin byrjar ágætlega og fyrsta bardagaatriðið í myndinni er stórkostlegt. Hún fellur hins vegar vegna þess að: 1) Ekki tekst að ná samúð áhorfandans með persónunum. Öll innri barátta er yfirborðskennd og fjarræn. 2) Áróðurinn og einhliða mynd af ,,góðu" og ,,vondu" mönnunum er óþolandi og ótrúverðugur. Það er t.d. hæpið að á þessum tíma hefði enginn í her englendinga hreyft mótbárum þegar ákveðið var að brenna kirkju (Guðshús!) niður fulla af saklausu fólki. 3) Myndin er svo full af klisjum og fyrirsjáanlegum atriðum að það eina sem maður fékk út úr tímunum þremur voru leiðindi yfir því að hafa haft rétt fyrir sér um framvindu mála. Þetta er eina af þeim myndum sem falla fyrir þeirri blekkingu að umbúðirnar nægi til að gera góða mynd. Hið sorglega er að umbúðirnar eru, þegar allt kemur til alls, ekkert sérstakar, mjög ófrumlegar og illa útsettar. Stjarnan ein og hálf er gefin fyrir flott bardagaatriði í upphafi og byrjun sem lofaði góðu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Gladiator
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Það er ekki oft að maður fer út eftir bíósýningu með þá tilfinningu að maður hafi verið vitni að sögulegum atburði í kvikmyndasögunni. Síðasta slík mynd sem ég sá var snilldarverkið Magnolia og þótt Gladiator jafnist ekki við þá mynd í dýpt og frumleika þá er hún samt sem áður einstaklega gott bíó. Senur hennar eru stórkostlegar, bardagaatriðin spennandi og skemmtileg, án þess að verða þreytandi þótt margar séu. Gaman er að sjá hvernig unnið er með liti í myndinni. Framan af er allt í daufum og frekar möttum litum (sem skilja mætti sem tilvísun til yfirvofandi falls og erfiðleika). Eftir fallið breytist hins vegar allt og bjartir og sterkir litir taka við (von). Leikararnir standa sig allir mjög vel en þar er R. Crowe að sjálfsögðu fremstur á meðal jafningja og sannar enn og aftur hæfileika sína. Semsagt ef þið fóruð á Star Wars og bjuggust við góðu BÍÓI, með stórum og glæsilegum senum, en urðuð fyrir vonbrigðum þá er hér mynd sem mun bæta það upp.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The End of the Affair
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Einstakelga falleg og vel unnin mynd. Leikurinn og kvikmyndatakan er til fyrirmyndar. Styrkur myndarinnar er þó ekki söguþráðurinn heldur frásagnahátturinn. Myndin er glæsilega upp byggð og er full af tilvísunum fram og aftur í myndina. Formulistar ættu að hafa gaman af þessari mynd. Þótt sagan sé ósköp venjuleg Rómíó og Júlíu saga þá ætti enginn að láta blekkjast því undir niðri er að finna mun dýpri þræði, heit og rofin heit, traust og vantraus, kraftaverk, trú og að lokum hin eilífa spurning um tilvist og inngrip Guðs. Hafið þið annars veitt því athygli hve trúarþemu eru að verða vinsæl í kvikmyndum (eftir langa þögn). Þetta á bæði við um hasamyndir eins og The Matrix og The End of Days sem og drama eins og Magnolia og The Cider House Rules (svo aðeins séu nefndar nokkrar myndir). Pleasantville var sérstaklega skemmtilegt dæmi þar sem unnið var á mjög frumlegan hátt með söguna af Adam og Evu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Magnolia
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er líklega besta mynd sem ég hef séð. Hvílík snilld. Eini galli myndarinnar er að hún er ofgóð, of vönduð og of metnaðarfull til að ná til fjöldans (ólíkt American Beauty). Það kom ekki mjög á óvart að myndin var sniðgengin af óskarnum þrátt fyrir að vera besta mynd ársins. Mikið hefur verið skirfað um leikarana og söguþráðin en lítið hefur verið sagt um þema myndarinnar. Í raun er þetta mjög trúarleg mynd sem boðar iðrun og fyrirgefningu. Eitt magnaðasta atriði kvikmyndasögunnar er sótt í Gamla testamentið, þ.e. plágurnar í Egyptalandi. Margir hafa talað um stórkostlegan leik Tom Cruise en persónulega finnst mér það of-lof. Allir leika stórkostlega en fremstur á meðal jafningja er bjartasta von Hollywood Philip Seymour Hoffman. Ég tek hattinn ofan fyrir leikstjóra myndarinnar Paul Thomas Anderson, hvílík snilld, hvílíkt hugrekki, hvílík dýpt. Ég fór á myndina strax fyrstu sýningarvikuna og enn þá dag í dag hugsa ég til hennar nær daglega. Þetta er ein af þeim myndum sem fylgja manni eins og vinur í gegnum lífið.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Wing Commander
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Það er langt síðan maður sá annað eins drasl. Myndin ætti að fá gyllta kirsuberið fyrir handritið. Þvílíkt hnoð hef ég ekki séð áður. Gott dæmi um vondar gloppur í handritinu er þegar aðal persónan spyr um hví pílagrímar séu hataðir. Hann er sjálfur hálfur pílagrími en er sá eini í myndinni sem veit ekkert um þá. Og leikurinn var enn verri. Það eina góða við þessa mynd voru nokkrir góðir spennukaflar og tæknibrellur á köflum. Það var varla að mér tækist að sitja myndina til enda.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei