Nú fer að styttast í forsýningu kvikmyndir.is á Kick-Ass og
til að bæta aðeins við spennuna erum við búin að birta splunkunýja gagnrýni um
myndina, skrifaða af Tomma Valgeirssyni.
Gagnrýni
kvikmyndir.is um Kick-Ass
Hann hefur margt að segja um myndina og flest af því er jákvætt (ég er allavega
orðin sérstaklega spennt fyrir hasaratriðunum eftir lesturinn). Það verður svo mjög
áhugavert að sjá hvernig notendur síðunnar eiga eftir að bregðast við myndinni og
hvort þeir verði sammála Tomma, en það má búast við að fleiri dómar eigi
eftir að streyma inn fljótt eftir forsýninguna. Miðað við viðbrögð erlendra
fjölmiðla við myndinni hingað til má varla búast við öðru en jákvæðum dómum og
mikilli stemningu á sýningunni.
Vonandi mæta sem flestir á forsýninguna (sem verður laugardagskvöldið 10. apríl kl. 01:00 í Kringlubíói), en miðar á hana eru
ennþá í boði. Verðið á þeim er 1.500kr og eru þeir seldir í miðasölu Sambíóanna
og á midi.is. Athugið að miðar
verða ekki seldir við innganginn og þess vegna þarf að tryggja sér miða áður en
mætt er.
Svo viljum við endilega hvetja sem flesta til að mæta í ofurhetjubúningi því
þau þrjú sem mæta í flottustu búningnum eiga eftir að fá gjafakörfur með
bíómiðum, DVD og plakötum. Búningarnir mega samt ekki vera eitthvað sem er nú
þegar til, eins og t.d. Spider-man, heldur eiga þeir sem klæða sig upp að búa til
sinn eigin ofurhetjukarakter. Þeir sem mæta í venjulegum spjörum eiga samt líka
möguleika á glaðningi því rétt fyrir sýningu verður haldið happdrætti þar sem
frímiðar í bíó verða í boði.
Starfsmenn síðunnar eru mjög spenntir fyrir þessari sýningu og við vonum
innilega að þið hin séuð álíka spennt. Við munum allavega reyna að halda uppi góðri
stemningu í hópnum og halda öllum í laugardagsgírnum.

