Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

Kick-Ass 2010

Frumsýnd: 16. apríl 2010

Shut up. Kick ass

117 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 77% Critics
The Movies database einkunn 66
/100

Dave Lizewski er langt í frá aðal töffarinn í menntaskólanum. Hann hefur áhuga á teiknimyndasögum, á nokkra góða vini og býr einn með föður sínum. Líf hans er fremur einfalt og þægilegt. Þrátt fyrir þetta ákveður hann einn daginn að gerast ofurhetja, þó svo að hann búi ekki yfir neinum ofurkröftum eða öðrum slíkum hæfileikum.

Aðalleikarar


Mjög fín svört gamanmynd um misheppnaða ofurhetju og hvernig hann kemst í kynni við aðrar skipulagðari auk glæpabarón og syni hans. Ég skemmti mér ágætlega yfir Kick Ass og fannst söguþráðurinn og húmorinn alveg brill. Titilpersónan er kannski ekkert mjög vel skrifuð en leikarinn náði samt að covera myndina, Mark Strong ágætur og Nicolas Cage klikkar aldrei en Hit Girl er senuþjófurinn með sínum frábæra dialouge og framkomu. Ofbeldið í myndinni er virkilega gróft og flott og kom mér bara á óvart. Einstaka sinnum dettur myndin aðeins niður eins og til dæmis þessir tveir nördavinir Dave's sem mér fannst hálf slappir og skila litlu en það böggaði mig samt ekkert það mikið, ég hafði bara gaman af hasarnum og svarta húmornum og er alveg til í að sjá þessa aftur. Það er óhætt að mæla með Kick Ass.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Ljúffeng blanda af gríni og spennu
Kvikmynda unnendur hafa ekki frábæra reynslu af kvikmyndum byggðum á myndasögum. Leikstjórinn Matthew Vaughn stefndi greinilega að því að bæta þá reynslu þegar hann tók að sér að gera kvikmynd úr myndasögunni Kick-ass þar sem þessi mynd var hreinn unaður. Með ferska leikara í farabroddi (nema Nicholas Cage karlinn, ekki beint það ferskasta í dag) tekst honum einstaklega vel að gera verk sem virkar vel eitt og sér en gefur á sama tíma myndasögunni líka allt sem hún á skilið.

Dave Lizewski (Aaron Johnson) er undarlega venjulegur unglingur á nánast alla vegu. Í heimi þar sem smáglæpir eru allt of tíðir og þar sem enginn þorir að gera eitthvað gegn þeim, ákveður hann að gera eitthvað í málunum. Þar sem hann er „myndasögunördi“ fer hann að sjálfsögðu rökréttu leiðina... að gerast ofurhetja í þröngum grænum búningi (Kick-ass!). Það gengur alls ekki vel í fyrstu en þökk sé myndbandi af honum að verja mann gegn þremur illmennum verður hann fljótt frægur. Þá kynnist hann tveimur alvöru ofurhetjum, henni dauðlegu Hit-Girl (Chloë Grace Moretz) og pabba hennar, Big Daddy (Cage). Í leiðinni verður hann þó skotmark glæpagengis og gerist hommavinur sætrar stelpu í skólanum. Sem væri gott og blessað, nema maðurinn er ekki hommi.

Hér er á ferðinni fullkomin blanda af gríni og spennu. Virkilegja harðkjarna ofbeldisatriði ná einhvern veginn að vera fyndin líka og má þá aðallega þakka einstöku tónlistarvali. Tónlistin hittir alltaf beint í mark og miðlar alltaf þeim tilfinningum sem marmiðið var að miðla. Leikararnir ýta húmornum svo á annað stig og má þá helst nefna þá snilldar persónu sem Chloë leikur (þessi unga leikkona á sko framtíð fyrir sér). Fílaru spennu, grín, góða söguþræði og meira að segja smá drama? Ekki voga þér að missa af þessari ef svo er.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Ótrúlega fyndin
Kick ass er ótrúlega fyndin og skemmtileg ofurhetjumynd. Hún er í bíó núna og mæli ég með að sem flestir skelli sér á hana.

Hún fjallar um strákinn Dave sem er komin með leið á venjulega lífi sínu, mamma hans er dáinn, hann er ekki óvinsæll en heldur ekki vinsæll, stelpurnar taka ekki eftir honum og það er alltaf verið að ræna hann.
Hann ákveður því sér til skemmtunar að panta sér ofurhetjubúning og reyna að bjarga heiminum sem ofurhetjan Kick-Ass. Þetta gengur ekki vel í fyrstu en svo eftir einn slag sem komst inná netið verður Kick-Ass mjög frægur. Á sama tíma hrifin af stelpunni Katie sem að heldur að hann sé hommi og reynir hann að sannfæra hana að senda Kick-Ass vandamál sín í pósti svo hann geti leyst þau. Það kemur í ljós að hann þurfi að berja einhvern dópista Rasul sem var að pirra hana og fer því Kick-Ass heim til hans til að segja honum að láta Katie í friði. Þar hittir hann aðrar ,,alvöru" oferhetjur, Hit Girl og pabba hennar Big Daddy. Eftir það flækist hann inn í líf þeirra og þorparanna í New York og lendir í alls konar vandræðum. Hann þarf þá að koma sér út úr vandræðunum á meðan allir halda að hann sé bara venjulegur unglingur.

Kick-Ass er ótrúlega skemmtileg og fyndin mynd ég fór á hana tvisvar og hló jafn mikið í bæði skiptin. Leikaravalið er ferskt þar sem er fullt af ungum krökkum, þar á meðal hin tólf ára Chloe Moretz sem stendur sig virkilega vel sem hin ófyrirsjáanlega stórhættulega Hit Girl. Nicholas Cage var ágætur í sínu hlutverki sem Big Daddy en stóð alls ekkert upp úr. Tónlistarvalið í myndinni er líka mjög gott og myndast mjög góð stemning hjá manni við að horfa á þessa mynd. Hún er must-see fyrir alla ofurhetjuaðdáendur og líka þá sem gera grín af þannig myndum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Snarklikkuð, skemmtileg og brútal
Ég vil taka það fram að ef þú ætlar að lesa þetta án þess að hafa séð myndina þá skaltu sjá hana fyrst eða láta mig spilla fyrir þér þessum yndislega söguþræði sem hú hefur vegna þess að ég ætla mér að tala um hana í mikilli dýpt og finnst það erfitt án þess að minnast á söguþráðinn eitthvað. En ég mun minnast á hvenær ég spilli einhverjum Plot-point.

Til að byrja með skemmti ég mér konunglega í bíóinu og hló hressilega að flestum senum, einn stærsti galli myndarinnar er þessi ofleikur ===SPOILER BYRJAR=== í Nicolas Cage í senuni þegar hann deyr. Kjánalegasta og óþarfasta senan í myndinni === SPOILER ENDAR=== En einhver sá besti punktur myndarinnar eru allar þessar vísarnir í gamlar myndir sem nördar eins og ég elska, það eru vísanir í myndir á borð við Scarface, Batman og Il Buono, Il Brutto Il, cattivo(The Good, The Bad And The Ugly).Leikurinn er yfir höfuð frábær og ég elska í senunum með Big Daddy þegar Nicolas Cage leikur línurnar sínar í Adam West stíl þar sem hann líkist batman ekki lítið. Aaron Johnson var góður og persónan viðkunnanleg, man að mér fannst leiðinlegt ===SPOILER BYRJAR=== þegar hann er stunginn af 2 rugludöllum með hnífa === SPOILER ENDAR=== en það eru nokkrar senur þar sem hann lætur eins og algjör fábjáni og mér finnst stundum skrítið hvernig hann labbbar bara á götunni í búningnum eins og ekkert sé, en ég ætla ekki að nitpicka á svoleiðis smáatriði. Eini leikarinn sem mér fannst ekki gera neitt var Mark Strong, hann hefur leikið "The Villain" nógu oft, hann var ágætur í Sherlock Holmes en hér er hann búinn með kvótann. Hins vegar fílaði ég Cristopher Mintz-Plasse í tætlur þótt hann hafi átt frekar fáar senur.

En senuþjófurinn hér er hinn 11 ára Chloe Moretz. Hún stelur ölum atriðum sem hún kemur í og er svo frábærlega klikkuð persóna. Handritið er tær snilld og skemmtilegar línur koma ávallt. Hinsvegar fannst mér ótrúlegt að svona góður stemmari gæti komið af sama manni og gerði hina hálf-slöppu Stardust sem hafði lítið annað en satírskt atriði með Robert De Niro í kjól. Matthew Vaughn er búinn að sanna sig fyrir mér og mér hlakkar til að sjá hvort hann geti toppað þessa snilld. Annars vegar verð ég að taka það fram að ég ELSKA hvernig þessi mynd er siðferðilega röng og alltaf svo "Over-the-top".... en það er ekki fyrir alla.


Gef henni sterka 9/10 og mæli með henni ef þú ert með steiktann húmor, fílar vísanir í gamlar myndir eða vilt bara skemmta þér í tæpa 2 tíma. Besta mynd sem ég hef séð á árinu.... hingað til.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
I can't fly. But I can kick your ass.
Kick Ass.

Frammistaða Aaron Johnson sem titil persóna myndarinar 'Kick Ass'
var nokkuð góð , en féll allgjörlega í skugga Chloe Moretz í hlutverki
Hit Girl, sem að mínu mati er einhver svalasti kvikmynda karakter sem ég hef séð lengi!
Christopher Mintz-Plasse komst ágætlega frá sínu hlutverki sem Red Mist , rétt eins og Nicolas Cage sem hinn stórfurðulegi Big Daddy, og svo ef við höldum áfram með leikara frammistöður þá fannst mér Clark Duke og Even Peters virkilega skemmtilegir þarna í aukahlutverkum sem vinir Kick Ass/Dave Lizewski.

Myndinn sjálf skartaði flottu,skemmtilegu,brútal og mjög svo áhugaverðu ploti og athyglivert að þetta hafi ekki komið upp áður (eða allvega hef ég ekki séð mynd með svipuðu ploti sem ég man eftir).
Actionið mjög flott og virkilega flottar og vel heppnaðar tæknibrellur. Má kannski segja að hún sé ákveðin sýra en það er þá á mjög svo góðan hátt.


mæli klárlega með að fólk drífi sig á þessa æðislegu mynd.
Einkun: (9/10) frá mér.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

03.02.2024

Engin líkari mér en þessi persóna

Bryce Dallas Howard, aðalleikkona njósnamyndarinnar Argylle, sem komin er í bíó á Íslandi, segir að persónan sem hún leikur, hlédrægur njósnasöguhöfundur sem lendir í hringiðu alvöru neðanjarðar glæpasamtaka, sé lík...

12.01.2023

Bíósalirnir á höfuðborgarsvæðinu - Frá verstu til bestu

Heimir Bjarnason kvikmyndagerðarmaður skrifar: Kvikmyndahús á Íslandi eru með þeim betri í heiminum. Undanfarin ár hafa miklar breytingar átt sér stað. Það virðist sem samkeppnin milli kvikmyndahúsanna sé ekki...

19.12.2020

Ást, ófriður og undur yfir meðallag

Það er skandall að á meðan tíu kvikmyndir þar sem Spider-Man kemur við sögu og töluvert fleiri með Batman, að Wonder Woman hafi fyrst fyrir þremur árum birst í kvikmynd. Að vísu hafði Zack Snyder kynnt hana t...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn