Argylle (2024)
"The greater the spy, the bigger the lie."
Þegar söguþráður njósnasögu rithöfundarins Elly Conway fer ískyggilega mikið að líkjast leynilegum aðgerðum raunverulegra njósnasamtaka, þá heyra róleg kvöld á heimilinu sögunni til. Ásamt kettinum...
Deila:
Bönnuð innan 12 áraÁstæða:
Ofbeldi
Blótsyrði
Ofbeldi
BlótsyrðiSöguþráður
Þegar söguþráður njósnasögu rithöfundarins Elly Conway fer ískyggilega mikið að líkjast leynilegum aðgerðum raunverulegra njósnasamtaka, þá heyra róleg kvöld á heimilinu sögunni til. Ásamt kettinum Alfie og njósnaranum Aiden, sem er með ofnæmi fyrir kisum, ferðast Elly um heiminn þveran og endilangan til að vera einu skrefi á undan morðingjum sem bíða við hvert götuhorn. En ekkert er sem sýnist og mörkin milli skáldskapar og veruleika minnka í sífellu.
Aðalleikarar
Vissir þú?
Matthew Vaughn réði Henry Cavill í hlutverkið í myndinni því \"hann þurfti einhvern sem væri fæddur til að leika James Bond - eins og Henry - og vildi næla í hann áður en framleiðendur Bond gerðu það.\" Cavill var í raun einn af þeim sem komu sterklega til greina til að leika Bond í Casino Royale (2006), en var hafnað sökum aldurs, en hann var aðeins 22 ára á þeim tíma.
Matthew Vaughn lýsir myndinni sem óði sínum til eitís spennumyndanna Die Hard og Lethal Weapon.
Myndin heitir í höfuðið á argyle demantsskurðinum sem á uppruna sinn í Skotlandi.
Kötturinn Alfie er leikinn af Chip, sem er í eigu eiginkonu Matthew Vaughn, Claudia Schiffer.
Höfundar og leikstjórar

Matthew VaughnLeikstjóri

Jason FuchsHandritshöfundur
Myndir
Bakgrunnsmyndir
Plaköt
Framleiðendur

MarvGB

Apple StudiosUS
Cloudy ProductionsGB

























