Aðalleikarar
Leikstjórn
Vissir þú
Vegna kórónuveirufaraldursins var frumsýningu myndarinnar fyrst frestað frá 15. nóvember 2019 til 14. febrúar 2020. Þá var henni frestað aftur til 18. september sama ár og svo aftur til 12. febrúar 2021. Þá var henni frestað til ágúst 2021 og svo að lokum til 22. desember árið 2021 þegar hún var frumsýnd í Bandaríkjunum.
Vinnuheiti kvikmyndarinnar var The Great Game. Það hugtak vísar til pólitískra átaka milli Englands og Rússlands á 19. öldinni.
Í raun og veru þá sagði Felix Yusupov að Grigori Rasputin hafi fengið sér te og kökur sem voru eitraðar með blásýrusalti, og vín sem var einnig eitrað með sama hætti. Þegar það virkaði ekki, þá skaut Yusupov hann í brjóstið. Síðar, eftir að hafa hermt eftir Rasputin, til að láta líta út fyrir að hann hefði farið heim til sín, þá skoðaði Yusupov líkið af Rasputin, en þá réðst Rasputin á hann og elti hann inn í hallargarðinn þar sem Vladimir Purishkevich skaut hann. Líkinu var svo hent í Malaya Nevka ána.
Ein kenning gerir ráð fyrir að breska leyniþjónustan hafi átt þátt í aftökunni á Rasputin. Eitt af þeim nöfnum sem tengt er við þessa kenningu er nafn Oswald Raynor, sem var skólabróðir Felix Yusupov í Oxford, en hann var einn af samsærismönnunum sem sögðu frá atvikinu í æviminningum sínum.
Nicolas Cage, Brad Pitt og Rachel Weisz komu öll til greina sem leikarar í myndinni.
Upphaflegi kvikmyndatökumaður myndarinnar, Ben Davis, þurfti að hætta vinnu við myndina þegar endurtökur stóðu yfir vegna skuldbindinga við Eternals (2021).
Kingsman er byggð á teiknimyndasögum frá Icon Comics sem er hluti af Marvel. Það þýðir að kvikmyndin er sjötta Marvel mynd ársins 2021. Nokkrir leikarar myndarinnar birtust í öðrum Marvel verkefnum á árinu 2021. Rhys Ifans var í Spider-Man: No Way Home, Daniel Brühl var í The Falcon and the Winter Soldier, Djimon Hounsou og Stanley Tucci voru í What If...? , og mynd af Aaron Taylor-Johnson birtist í WandaVision.
Myndin var frumsýnd í Bandaríkjunum á 59 ára afmælisdegi Ralph Fiennes.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Matthew Vaughn, Jane Goldman, Mark Millar
Kostaði
$100.000.000
Tekjur
$125.928.656
Vefsíða:
www.foxmovies.com/movies/the-kings-man
Frumsýnd á Íslandi:
7. janúar 2022