Gamanleikarinn Henry Gibson er látinn, 73 ára að aldri. Leikarinn lést á heimili sínu í Malibu eftir skammvinna baráttu við krabbbamein.
Gibson sneri sér að leiklist eftir að hafa verið í flughernum og síðan lært leiklist í Royal Academy of Dramatic Arts. Gibson, sem hét upphaflega James Bateman og fæddist í nágrenni Fíladelfíu í Bandaríkjunum árið 1935, er þekktastur í seinni tíð fyrir leik sinn í myndum eins og The Long Goodbye og Nashville. Minnisstæðustu hlutverk hans eru líklega þegar hann lék óþolandi nágranna Tom Hanks í The ‘burbs og prest í Wedding Crashers.
Nýlega lék hann einnig dómarann Clarence Brown í Boston Legal í fimm þáttaröðum.
Gibson lætur eftir sig þrjá syni og tvö afabörn.

