Náðu í appið
Öllum leyfðÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Wedding Crashers 2005

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 5. ágúst 2005

Life´s a Party. Crash it.

119 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 75% Critics
Rotten tomatoes einkunn 70% Audience
The Movies database einkunn 64
/100

Skilnaðarsáttasemjararnir John Beckwith og Jeremy Grey eru viðskiptafélagar og æskuvinir, sem eiga sama áhugamál, að mæta óboðnir í brúðkaup hjá ókunnugum! Það er alveg sama hvaða fólk það er sem er að gifta sig, af hvaða kynþætti það er eða hvaða trúarbrögð það aðhyllist, þeir ná alltaf að beita fyrir sig sinni heillandi framkomu og persónutöfrum... Lesa meira

Skilnaðarsáttasemjararnir John Beckwith og Jeremy Grey eru viðskiptafélagar og æskuvinir, sem eiga sama áhugamál, að mæta óboðnir í brúðkaup hjá ókunnugum! Það er alveg sama hvaða fólk það er sem er að gifta sig, af hvaða kynþætti það er eða hvaða trúarbrögð það aðhyllist, þeir ná alltaf að beita fyrir sig sinni heillandi framkomu og persónutöfrum til að passa inn í hópinn, og slá í gegn, en markmið þeirra er svo að krækja sér í stelpur. Í lokin á einu brúðkaupstímabilinu kemst Jeremy að því að dóttir fjármálaráðherra Bandaríkjanna, og eiginkonu hans Kathleen, er að fara að gifta sig, og að brúðkaupið verður líklega aðal viðburðurinn í lífi fína fólksins í Washington DC það árið. Eftir að hafa læðst inn í veisluna þá reyna þeir við tvær brúðarmeyjar, systurnar Claire og Gloria Cleary. Jeremy hrífst af Gloria, en John hrífst af Claire, en fjótlega kemst hinn oflátungslegi kærasti hennar að öllu saman, Sack. John sannfærir hinn hikandi Jeremy, eftir að John er orðinn verulega hrifinn af Claire, að breyta reglunum sem þeir settu sér og samþykkja boð um helgarfrí á sumardvalarstað Cleary fjölskyldunnar. Þegar þeir eru komnir þangað fer ýmislegt úrskeiðis í samskiptum við hina óvenjulegu Cleary fjölskyldu, en þeir læra einnig ýmsar lexíur um ást og sambönd.... minna

Aðalleikarar


Sá þessa í bíó þegar hún kom út og aftur núna. Þetta er mjög vel heppnuð grínmynd í alla staði. Owen Wilson og Vince Vaughn er með góða kemistríu og ég er í rauninni hissa á að það sé ekki búið að gera framhald af þessari mynd. Kannski gott bara, það er nógu mikið gert af þessum framhöldum. Sem bónus kemur Will Farrell með eðal cameo sem funeral crasher. Annars er handritið fyndið og vel skrifað. Brúðkaup eru mjög þægilegur vettvangur fyrir gamanmynd eins og sannaðist með Four Weddings and a Funeral. Það má kannski segja að þessi mynd sé Bandarískt svar við þeirri mynd. Þeir þrír sem eiga eftir að sjá þessa mynd ættu að bæta úr því.

Í myndinni fara þeir félagar eftir mjög ströngum reglum sem er stöðugt verið að vitna í. Mér fannst mjög fyndið að þeir skrifuðu í alvöru niður 115 slíkar reglur. Þær má finna hér:
http://www.imdb.com/title/tt0396269/trivia
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Wedding crashers er svona mynd sem maður horfir á í þinkunni, veikur, eða þegar það er rigning úti, og maður nennir ekki að gera neitt. Því þetta er svona algjörlega af þreigingar mynd. Ég hló mig máttlausan þegar ég fór á hana í bíó, og ég hló mig aftur máttlausan núna þegar ég tók hana á dvd. Myndin innheldur eitt af bestu grínleikurum bandaríkjanna, þá Owen Wilson og Vince Vaughn, og eru þeir algjörir snillingar í þessari.


Myndin er lauslega um þá vini, John og Jeremy, þeir stunda það að koma í brúðkaup hjá ókunnugum og reyna við stúlkur í brúðkaupunum. Og svo eitt sinn fellur John fyrir einni stúlku í brúðkaupi sem þeir buðu sjálfum sér í, og dregur hann Jeremy með sér í mikla vitleysu til að sigra hjarta stúlkunnar.


Í heild sinni ótrúlega góð mynd, og það er svona næstum því sleft allri væmni og því um líkt, sem mér finnst bara jákvætt. Þetta er svona mynd sem maður getur horft á aftur og aftur.


Reyndar fannst mér myndin vera svolítið löng, og verður smá langdreginn á köflum, en samt í heildina litið ótrúlega fyndin mynd, og ég mæli eindregið með því að þið kynnið ykkur þessa.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mjög svo skemmtilega grínmynd lætur þig míga á þig af hlátri mér persónulega leið ílla ég hló svo mikið.En þessi mynd er ein af myndunum sem stendur fyrir og nefnist hann 'The Frat Pack' en í honum eru margir mjög svo skemmtilegir leikarar á borð við Wilson bræðurnir, Vill Farrell, Vince Vaugnh, Jack Black, og Ben Stiller. En aftur að myndini ,hún er um þess tvo einhleypa karlmenn sem eyða frístundum sínum í það að gerast boðflennur í brúðkaup eins og titillinn bendir til.En síðan gerast þeir boðflennur í brúðkaup hjá fjármálaráðherra bandaríkjana(Crhistopher Walken), en dóttir hans er sú sem gifta á.En er þeir félagar fara að reyna við tvær dætur hans fer allt til fjandans og er útkoman mjög skemmtileg.Þannig að ég mæli eindreigið með þessari frísku gaman mynd úr smiðju 'The Frat Pack'.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Hve oft hef ég séð þessar venjulegu amerísku gamanmyndir í bíó? Mjög oft, og Wedding Crashers er ein önnur eins og allar hinar aðeins hún stendur að miklu leiti uppúr öllum hópnum. Annað en Dodgeball og Anchorman er Wedding Crashers fullorðinsleg að einhverju leiti og handritið er líka að miklu leiti gáfulegt, svo eru þeir Vince Vaughn og Owen Wilson ágætt lið fyrir svona mynd. Wedding Crashers er þó formúlumynd upp fyrir haus, auðvitað er oft gaman að sjá þær en ég get sjaldan horft á svona myndir án þess að sjá í gegnum þær. Wedding Crashers er fín mynd, hrein skemmtun þannig séð, en ekkert framúrskarandi eins og við mátti búast.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta einfaldlega góð gamamynd sem maður fer af með bros af vör. Ef þú ert að leita eftir mynd til þess að drepast úr hlátri þá er þetta ekki myndin þín en ef þú ert að leita af létri og skemmtilegri gamanmynd þar sem þú er brosandi allan tíman og hlærð 2-3 upphátt þá er þetta mynd fyrir þig.

Wilson og Vince eru skila sínu bara vel og ef þið eruð góð þá fáið þið kannski að sjá Will ferrell bregða fyrir.

Ég gef henni 3 stjörnur því að þetta er fín mynd en þó ekkert meistaraverk
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

25.06.2023

Heimurinn þurfti gamanmynd

Í gamanmyndinni No Hard Feelings sem kom í bíó nú um helgina leikur Jennifer Lawrence blankan Uber bílstjóra, Maddie, sem svarar auglýsingu frá foreldrum sem leita að konu til að fara á stefnumót – og sofa hjá – ei...

15.05.2020

Hlustaðu á „íslenska“ lagið úr Eurovision-myndinni frá Netflix

Glænýtt lag úr Eurovision-kvikmyndinni frá Will Ferrell hefur verið afhjúpað og ber hið kostulega heiti Volcano Man. Þykir ekki ólíklegt að þetta eigi að vera framlag Íslands til keppninnar í söguþræði myndarinn...

02.04.2020

Hver er staðan á Eurovision myndinni frá Netflix?

Íslendingar bíða eflaust margir hverjir spenntir eftir Eurovision-kvikmyndinni með gamanleikaranum Will Ferrell í aðalhlutverki. Það eru risarnir hjá Netflix sem framleiða Eurovision-myndina og er þetta fyrsta samsta...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn