Náðu í appið
The Change-Up

The Change-Up (2011)

Change-Up

"Who says men can't change?"

1 klst 52 mín2011

Mitch og Dave hafa verið bestu vinir frá því að þeir voru börn, en í gegnum árin hafa þeir fjarlægst hvorn annan.

Rotten Tomatoes26%
Metacritic39
Deila:
The Change-Up - Stikla
14 áraBönnuð innan 14 ára
Ástæða:KynlífKynlífVímuefniVímuefniBlótsyrðiBlótsyrði

Hvar má horfa

Streymi
Prime Video

Söguþráður

Mitch og Dave hafa verið bestu vinir frá því að þeir voru börn, en í gegnum árin hafa þeir fjarlægst hvorn annan. Kannski af því að líf þeirra eiga fátt sameiginlegt. Dave er útúrstressaður lögfræðingur, eiginmaður og þriggja barna faðir. Mitch er einhleypur, lausráðinn og hagar sér um margt eins og unglingur, enda hefur hannaldrei tekist á við neinar skuldbindingar eða borið ábyrgð á öðrum en sjálfum sér. Eitt kvöldið detta þeir félagarnir í það og bera saman bækur sínar. Hvor öfundar hinn af því lífi sem hann lifir og við það að pissa í það sem reynist vera óskabrunnur mun líf þeirra taka ófyrirséðum stakkaskiptum. Morguninn eftir vakna þeir hvor í líkama hins og tapa sér algjörlega. Þrátt fyrir að breytingin sé kærkomin og spennandi að mörgu leiti, þar sem Dave getur til að mynda reynt við samstarfskonu sína, sem hann hefur dreymt um, þar sem hann er í líkama Mitch, þá komast þeir fljótlega að því að líf hins er á engan hátt eins frábært og það leit út fyrir að vera.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Gagnrýni notenda (2)

Fínasta gamanmyndin

★★★★☆

Opnunarsena The Change-Up er óþolanleg að öllu leyti. Það vantar ekki nema hláturinn undir. Reyndar eru flest atriðin sem tengjast litlu börnunum tveimur mjög sitcom-leg og á mjög barnaleg...

Byrjar illa en batnar svo með tímanum

★★★☆☆

Ef The Change-Up er eitthvað sem kemur þér reglulega á óvart þá er ég nokkuð hræddur um að þú hafir ekki horft á mikið af bíómyndum. Hún vekur upp ákveðinn undirgeira sem hefur reg...

Framleiðendur

Universal PicturesUS
Relativity MediaUS
Original FilmUS
Big Kid PicturesUS