Gosamynd Downey Jr. fær Anderson

paul thomas andersonPaul Thomas Anderson hefur skrifað undir samning um að vinna að handriti og mögulega leikstýra myndinni Pinocchio, eða Gosa, fyrir Warner Bros. kvikmyndaverið.

Robert-Downey-Jr.-as-Iron-Man

Myndin er búin að vera í undirbúningi frá árinu 2012, en þá skrifaði Robert Downey Jr. undir samning um að framleiða og leika aðalhlutverkið í myndinni, hlutverk Geppetto, eða Jakobs gamla, trésmiðsins föður Gosa, sem býr til spýtustrákinn Gosa sem lifnar síðan við.

Samkvæmt frétt The Hollywood Reporter þá eru þeir Robert Downey Jr. og Paul Thomas Anderson gamlir vinir, og hafa lengi leitað að rétta verkefninu til að vinna að saman.

Downey Jr. átti upphaflega að leika í síðustu mynd Anderson, Inherent Vice, en þurfti að gefa það upp á bátinn vegna árekstra við Avengers: Age of Ultron. 

Michael Mitnick ( The Giver ) skrifaði nýjasta uppkastið að handriti Gosa, en Downey Jr. hefur verið að vinna að því síðustu sex mánuði.

Nokkrar kvikmyndagerðir hafa verið gerðar á ævintýrinu um Gosa eftir Carlo Collodi, í gegnum tíðina, þar á meðal teiknimynd frá 1940, og leikin mynd með Roberto Benigni í aðalhlutverkinu frá 2002.

Gosi kemur í bíó árið 2017.