Griswold fjölskyldan á toppnum

Griswold fjölskyldan kostulega brunaði beint á topp íslenska bíóaðsóknarlistans núna um helgina í myndinni Vacation, en myndin var frumsýnd í síðustu viku. Myndin er einskonar sjálfstætt framhald Vacation mynda National Lampoons hópsins, en aðalpersónan er Rusty Griswold, sonur Clark Griswold, sem Chevy Chase lék svo eftirminnilega, en hann kemur einmitt við sögu í þessari nýju mynd, en er nú orðinn gistihúsaeigandi í San Fransisco.

vacation s

Mission Impossible : Rogue Nation vermir annað sæti listans, sína þriðju viku á lista og í þriðja sæti er ný mynd, Southpaw, dramatísk hnefaleikamynd með Jake Gyllenhaal í aðalhlutverkinu.

Þrjár aðrar myndir eru nýjar á listanum; The Gift í níunda sæti, Frummaðurinn í 11. sæti og Red Army í 20. sæti.

Sjáðu allan listann hér að neðan:

boxof