Hálendingurinn lifnar við – fær leikstjóra

high__131029020415-275x172Highlander, ævintýramyndin um skoska Hálendinginn Connor MacLeod, sem gat lifað að eilífu, er nú um það bil að fá nýtt líf, en framleiðslufyrirtækið Summit Entertainment er búið að finna leikstjóra til að stýra endurræsingu á Highlander seríunnni.

Það var Christopher Lambert sem lék Hálendinginn svo eftirminnilega í fyrri seríunni, og sjálfur Sir Sean Connery lék hlutverk kennara Lambert, Ramirez. Hljómsveitin Queen átti titillag myndarinnar, Who Wants to Live Forever, eða Hver vill lifa að eilífu?

Leikstjórinn sem um ræðir heitir Cedric Nicolas-Troyan, en þessi fyrsta mynd í endurræstri seríu verður fyrsta kvikmynd hans í fullri lengd. Áður hefur hann unnið við tæknibrellur og aðstoðarleikstjórn í myndinni Snow White And The Huntsman.

ra__131029020442-275x154Handrit skrifa Iron Man handritshöfundarnir Art Marcum og Matt Holloway en markmiðið er að víkja ekki langt frá upphaflegu myndinni sem er frá árinu 1986, og var leikstýrt af Russell Mulcahy.

Í gömlu myndunum eyðir Maclaud árhundruðum í að berjast við aðra menn með sömu eiginleika þar til aðeins hann og hinn morðóði Kurgan standa eftir. Þeir berjast um hver verður einn eftir af þeirra tagi, en slíkt hefur að lokum áhrif á framtíð mannkyns, hvorki meira né minna. Ef Kurgan fer með sigur af hólmi yrði það t.d. mög slæmt fyrir mannkynið.

Eins og aðdáendur fyrri myndanna vita er það eina sem dugir til að drepa Hálending,  ef annar ódauðlegur afhöfðar hann, en þá drekkur sá sem það gerði í sig allan styrk hins og hæfileika og reynslu.

Á tímabili var Ryan Reynolds orðaður við hlutverk Hálendingsins, en hann hætti við fyrir nokkru síðan.

Talið er líklegt að fyrir valinu verði evrópskur ungur leikari eins og Lambert var á sínum tíma. „Við þurfum aðfinna ungan og upprennnandi leikara, og fá með honum sterkan Kurgan, og leikara sem skín sem Ramirez, eins og Connery gerði í hinni myndinni.“

Smellið hér til að lesa lengra spjall við nýja leikstjórann.