Halle Berry vinsæl á DVD

Spennumyndin The Call með Óskarsverðlaunaleikkonunni Halle Berry fer í sinni annarri viku á lista, beint á topp íslenska DVD / Blu-ray listans, en myndin var í sjötta sæti í síðustu viku.

the-call-620x413

Myndin segir frá Jordan Turner sem er reyndur starfsmaður Neyðarlínunnar 911 sem tekur við neyðarsímtölum. Einn daginn gerir hún mistök og símtalið endar ekki vel. Þetta fær á Jordan og hún er ekki viss hvort hún geti haldið áfram störfum. Dag einn berst neyðarlínunni svipað símtal frá táningsstúlku að nafni Casey Welson. Meira. 

Í öðru sætið er mættur Jason nokkur Statham, harðhaus, sem nú er staddur í Lundúnum,  sem heimilislaus sérsveitarmaður í myndinni Hummingbird. Myndin stendur í stað á milli vikna.

Í þriðja sætinu, og stendur einnig í stað á milli vikna, er gamanmyndin The Internship, sem gerist í höfuðstöðvum Google tæknirisans, og í fjórða sæti er glæný mynd, Supermanmyndin Man of Steel.

Í fimmta sætinu er toppmynd síðustu viku, Now You See Me. 

Ein ný mynd til viðbótar er á listanum, en það er After Earth með þeim feðgum Will Smith og Jaden Smith í aðalhlutverkum.

Smelltu hér til að sjá hvað er nýtt og væntanlegt á DVD. 

Smelltu hér til að lesa DVD hluta Mynda mánaðarins. 

Hér fyrir neðan eru svo 20 vinsælustu myndirnar á DVD og Blu-ray á Íslandi í dag:

listinn