Jamie Lee Curtis snýr aftur í síðasta sinn sem Laurie Strode, hlutverkinu sem lagði grunninn að ferli hennar fyrir 45 árum, í hrollvekjunni Halloween Ends sem kemur í bíó í dag. Enn á ný fáum við að sjá hana kljást við grímuklædda raðmorðingjann Michael Myers í lokaslag sem aðeins annað þeirra gengur frá.
Laurie býr nú með Allyson, barnabarni sínu, og er að leggja síðustu hönd á endurminningar sínar. Ekkert hefur sést til Myers og Laurie hefur tekið þá ákvörðun að láta skugga hans og ógn ekki lengur skilgreina líf sitt og raunveruleika. Hún ætlar að varpa af sér hlekkjum ótta og reiði og umvefja lífið.
Þegar ungur maður, Corey Cunningham, er sakaður um að bana dreng sem hann var að passa upphefst alda ofbeldis og hræðslu sem neyðir Laurie til að horfast í eitt skipti fyrir öll í augu við hið illa sem hún getur ekki haft stjórn á.
Sjaldan meiri vinsældir
Vinsældir Halloween-myndanna hafa sjaldan eða aldrei verið eins miklar og eftir að myndaflokkurinn var endurvakinn með Halloween og Halloween Kills 2018. Margir af leikurunum sem léku í myndunum í árdaga birtast hér og spennan hefur aldrei verið meiri.
Aðalhlutverk: Jamie Lee Curtis, Andi Matichak, James Jude, Courtney, Will Patton, Rohan Campbell og Kyle Richards.
Handrit: Paul Brad Logan, Chris Bernier, Danny McBride og David Gordon Green, byggt á persónum sem
John Carpenter og Debra Hill sköpuðu
Leikstjóri: David Gordon Green