Nýtt í bíó: Polaroid

Hin yfirnáttúrulega hryllingsmynd Polaroid, sem byggð er á samnefndri stuttmynd eftir Lars Klevberg, sem er einnig leikstjóri nýju Chucky myndarinnar – Child’s Play sem er væntanleg í bíó í sumar, verður frumsýnd á morgun föstudag, í Smárabíói, Háskólabíói og Borgarbíói á Akureyri.

Í tilkynningu frá Senu segir um myndina að Bird Fitcher óri ekki fyrir þeim myrku leyndarmálum sem leynast í gamalli Polaroid myndavél sem hún finnur. En hún kemst fljótlega að því að fólk á ekki gott í vændum ef tekin er mynd af því á þessa myndavél.

Leikstjórn: Lars Klevberg

Leikarar: Tyler Young, Kathryn Prescott, Samantha Logan

Áhugaverðir punktar til gamans:

-Höfundur Polaroid er norski leikstjórinn Lars Klevberg og er myndin byggð á samnefndri stuttmynd hans frá árinu 2015 sem vakti víða verulega athygli enda verulega vel gerð í alla staði.

-Polaroid-myndavélar komu fyrst á markað árið 1947 og þóttu mikil undratæki enda framkölluðu þær myndirnar sjálfar á aðeins nokkrum mínútum eftir að þær voru teknar. Vélarnar nutu mikilla vinsælda næstu áratugi og þess má geta að sú sem Bird finnur í myndinni er af gerðinni Polaroid SX-70 sem framleidd var árið 1972.

Sjáðu stiklu úr myndinni hér fyrir neðan: