Tvær nýjar í bíó – Why Him? og Passengers

Tvær nýjar myndir koma í bíó frá Senu á annan í jólum, gamanmyndin Why Him?, með Bryan Cranston og James Franco í aðalhlutverkum, og geimmyndin Passengers, með Chris Pratt og Jennifer Lawrence í aðalhlutverkum.

whyhimmm

Why Him? verður frumsýnd á mánudag í Smárabíói, Háskólabíói og Borgarbíói, Akureyri.

Myndin fjallar um Ned sem er ástríkur faðir en ofverndar dóttur sína og fjölskyldu. Þau fara í heimsókn til dóttur sinnar í Stanford yfir jólin, og þar hittir hann fyrir sína mestu martröð: hinn viðkunnalega en félagslega klaufalega Silicon Valley milljarðamæring og kærasta dóttur sinnar, Laird. Hinn stífi Ned telur að Laird, sem er mjög blátt áfram og opinn, sé algjörlega kolrangur maður fyrir dóttur sína. Átökin á milli þeirra stigmagnast þar til að pabbinn kemst að því að Laird er um það bil að fara að biðja um hönd dóttur hans.

Sjáðu stiklu úr myndinni hér fyrir neðan:

Leikstjórn: John Hamburg

Handritshöfundar: Jonah Hill, John Hamburg, Ian Helfer

Helstu leikarar: Zoey Deutch, James Franco, Bryan Cranston, Megan Mullally

Áhugaverðir punktar til gamans: 

-Sagan og handritið í Why Him? er eftir þá Jonah Hill og John Hamburg sem einnig leikstýrir en John á m.a. að baki sem leikstjóri myndirnar Along Came Polly og I Love You Man og sem sögu- og handritshöfundur myndirnar Meet the Parents og Zoolander. Jonah Hill þekkja auðvitað allir eftir leik í mörgum góðum myndum (t.d.War Dogs, Hail, Caesar!, The Wolf of Wall Street) en sem söguhöfundur á hann að baki Sausage Party og báðar Jump Street-myndirnar. Why Him? er hins vegar fyrsta bíómyndahandritið sem hann skrifar.

-Með hlutverk Barb, eiginkonu Neds, fer hin frábæra grínleikkona Megan Mullally, en hún er hvað þekktust fyrir leik í gamanþáttum eins og Will and Grace, Parks and Recreation og Childrens Hospital.

whyhim

 

Passengers

Passengers verður frumsýnd á mánudag í Smárabíói, Háskólabíói, Laugarásbíói og Borgarbíói, Akureyri.

Risageimferja er að flytja þúsundir manna til plánetu í fjarlægu sólkerfi þegar bilun í svefnbúnaði veldur því að tveir af farþegunum, þau James Preston og Aurora Lane, vakna af dásvefninum sem þau áttu að vera í, níutíu árum á undan áætlun. Eftir að þau James og Aurora vakna og átta sig á því að þeim mun ekki takast að falla í dásvefn á ný blasir við að þau þurfi að eyða því sem eftir er ævinnar í félagsskap hvors annars um borð.

Sjáðu stiklu úr myndinni hér fyrir neðan:

Leikstjórn: Morten Tyldum

Handritshöfundur: Jon Spaihts

Helstu leikarar: Jennifer Lawrence, Chris Pratt, Michael Sheen og Laurence Fishburne

Áhugaverðir punktar til gamans: 

-Eins og oft í tilfellum mynda sem fela í sér óvænta fléttu eru þeir áhorfendur sem sjá myndina í fyrra fallinu vinsamlegast beðnir að segja ekki þeim sem eiga eftir að sjá hana um hvað fléttan snýst.

-Upphaflega stóð til að Passengers yrði gerð með Keanu Reeves í hlutverki James Preston enda var kvikmyndarétturinn í höndum framleiðslufyrirtækis hans fyrstu árin. Vegna anna Keanus við
önnur verkefni dróst kvikmyndun Passengers hins vegar stöðugt og það var ekki fyrr en Sony-fyrirtækið keypti réttinn sumarið 2015 og réð Morten Tyldum sem leikstjóra að skriður komst á málið.

passess