Oren Uziel hefur verið ráðinn handritshöfundur Men in Black 4 sem er í undirbúningi. Uziel hefur áður skrifað handritið að netseríunni Mortal Kombat: Rebirth og grínhrollinum væntanlega, The Kitchen Sink.
Men in Black 3 sem kom út síðasta sumar gekk gríðarlega vel í miðasölunni. Miðar seldust á heimsvísu fyrir 624 milljónir dala og það þýðir að sjálfsögðu að ráðist verður í gerð fjórðu myndarinnar.
Samkvæmt The Wrap hefur Uziel einnig verið fenginn til að skrifa handritið að annarri framhaldsmynd, 21 Jump Street 2.
Barry Sonnenfeld hefur leikstýrt öllum þremur Men in Black-myndunum til þessa. Með aðalhlutverkin hafa farið Will Smith og Tommy Lee Jones sem geimverubanarnir J og K. Líklegt er að allir þrír kumpánarnir endurtaki leikinn í fjórðu myndinni.