Hardy staðfestur sem Elton John

Við sögðum frá því í sumar Tom Hardy væri orðaður við hlutverk tónlistarmannsins breska Elton John í hinni ævisögulegu mynd Rocketman. Nú hefur ráðning hans verið formlega staðfest.

hardy

Leikstjóri verður Michael Gracey og handrit skrifar Lee Hall (War Horse).

Samkvæmt frétt Variety kvikmyndaritsins þá hyggst John endurhljóðrita nokkur af sínum vinsælustu lögum sérstaklega fyrir myndina.

Myndin segir ævisögu John, og byrjar þegar hann er fimm ára gamalt undrabarn í tónlist.

Hardy sló í gegn á síðasta ári sem illmennið Bane í síðasta hluta Batman þríleiks Christopher Nolan, The Dark Knight Rises. Næsta mynd hans er Locke eftir Steve Knight auk þess sem hann er að leika í endurræsingu Mad Max seríunnar.