Hathaway í Roboapocalypse

Næsta mynd Stevens Spielberg á eftir Lincoln verður vísindaskáldsögutryllirinn Roboapocalypse.

Eins og nafnið gefur til kynna gerist myndin eftir að vélmenni hafa lagt veröldina í rúst. Anne Hathaway hefur staðfest við tímaritið Empire að hún leiki í myndinni ef hún verður að veruleika, sem allar líkur eru á. Chris Hemsworth hefur einnig verið orðaður við annað aðalhlutverkanna.

Roboapocalypse byggir á vísindaskáldsögu Daniels H. Wilson og áætlað er að hún komi í bíó 2014.