Hault fer í stríðið

jack nicolas haultAbout a Boy, Warm Bodies og X-Men: First Class stjarnan Nicholas Hault hefur verið ráðinn í hina sannsögulegu stríðsmynd Sand Castle, eða Sandkastalann.

Auglýsingaleikstjórinn Seb Edwards mun leikstýra myndinni, sem verður fyrsta kvikmynd hans í fullri lengd.

Áður hefur hann tekið upp auglýsingar Nike, Adidas og Rauða krossins, auk þess að gera stuttmyndir.

Myndin er unnin upp úr tveggja ára reynslu Chris Roessner af Íraksstríðinu, en hann tók þátt í 200 herferðum sem vélbyssumaður í Súnníta þríhyrningnum í Írak.

Í forgrunni myndarinnar verður Matt Ocre (Hoult) og foringi hersveitar hans, Baker liðþjálfi, þegar þeir reyna að vernda Baqubah, sem er hættulegt bændaþorp í Írak.