Heiðin til Kína

 Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Shanghai, Kína, hefur boðið Einari Þór
Gunnlaugssyni leikstjóra á hátíðina og mun sýna kvikmynd hans  Heiðin , í
flokknum  alþjóðleg sýn  (International Panorama).  Hátíðin stendur yfir frá
13. til 21 júní nk. og er viðburðurinn sá stærsti í kvikmyndaheiminum kínverska.

Valdar myndir á hátíðinni fara í gegnum tvær ritskoðunarnefndir,  Shanghai city
Censors og Film Bureau  í Beijing, auk valnefndar sjálfrar hátíðarinnar.

Hátíðin sem nú er haldin í 12. sinn, hefur markvist reynt að festi sig í sessi
á heimsvísu með alþjóðlegum stjörnum og frumsýningum stórra mynda frá Evrópu,
með stuðningi þungavigtarmanna og stofnanna í Kína. Opnun hátíðarinnar 2008 er
mörgum í fersku minni á heimi kvikmynda en hún fór fram skömmu eftir mikla
jarðskjálfta þar í landi. Þá komu saman helstu stjörnur Kína á rauðateppið, án
allra erlendra gesta.

Meir en 250 myndir eru sýndar á hátíðinni í 27 kvikmyndahúsum, mest myndir frá
Asíu, helst Kína, en tugi mynda frá Evrópu eru jafnan sýndar. Hátíðin hefur
gefið út að um 300.000 gestir hafi sótt hátíðina 2008.

Heiðin  gerist í litlu bæjarfélagi útá landi og segir frá Emil, leiknum af
Jóhanni Sigurðarsyni, sem á kjördag er beðinn um að fara með kjörkassa útá
flugvöll, en hann missir af vélinni.

Umsagnir um Heiðin:

„… málið er það að Einar Þór Gunnlaugsson kemur dálítið öðruvísi að
viðfangsefnum sínum en flestir aðrir íslenskir leikstjórar“.
Ólafur H. Torfason, Rás 2. 13. mars 2008.

 Og til þess að íslensk kvikmyndagerð geti blómstrað þurfa að verða til margar
myndir eins og Heiðin – þar sem lítil rammíslensk saga er sögð á einlægan og
skemmtilegan hátt, tilgerðarlausan en persónulegan.“
Illugi Jökulsson, 24Stundir, 15. mars. 2008.

„… nær handritshöfundur að lýsa tilfinningaflótta ákveðinnar kynslóðar nokkuð
vel“.
Anna Sveinbjarnadóttir, mbl, 16 mars. 2008.

„Það er djúpt hatur sem ég hef í garð kvikmyndarinnar ‘Heiðin’.“
sbs.is, 19. mars 2008.

„… (Hún) hefur ‘Wunderbra’ hreyfingu og leikur sér að þolinmæðinni. Vegamynd
með eigin persónuleika.“
Susanne Schutz, Die Rheinpflaz. 11. nóv. 2008.

 Alvöru íslensk skítahrúga. Hroðaleg mynd“
Þráinn H. Halldórsson, kvikmyndir.is, apríl 2009.

„Small Mountain is a highly appealing blend of stunning Icelandic locations,
great characters, quirky comedy, with an undertone of sadness and menace“.
Haugesund Film Festival, August 2008.

Nánari upplýsingar um myndina má finna á http://www.passportpictures.is