Hobbitinn – Fyrstu dómar

Fyrstu dómar gagnrýnenda um fyrstu myndina af þremur um Hobbitann, The Hobbit: An Unexepected Journey, hafa birst á netinu, en þeir eru nokkuð misjafnir. Þó að það sé greinilega margt sem menn heillast af við myndina, þá lýtur gagnrýnin m.a. að því að verið sé að teygja lopann of mikið, og að myndin standist Lord of The Rings þríleiknum, ekki fyllilega snúning.

Peter Jackson leikstýrir Hobbitanum, en hann leikstýrði einnig Lord of the Rings þríleiknum.

Eric Kohn hjá indieWIRE segir m.a.: „While Jackson hasn’t delivered a hit on par with his „Lord of the Rings“ movies, „The Hobbit“ proves he can still do justice to the tricky blend of fantasy and action that made the earlier entries such enjoyable works of popular entertainment.“

Todd McCarthy hjá The Hollywood Reporter segir margt heillandi við myndina, en líka margt útþynnt og þreytandi: „There are elements in this new film that are as spectacular as much of the Rings trilogy was, but there is much that is flat-footed and tedious as well, especially in the early going.“

Sjáðu stikluna úr Hobbitanum hér fyrir neðan.

 

Jule Scherer hjá Stuff.co.nz segir að það hefði mátt vera hraðari framþróun í myndinni, en segir að kvikmyndahúsagestir hafi klappað myndinni lof í lófa að sýningu lokinni, og engum hafi orðið ómótt vegna „48 ramma á sekúndu“ tækninnar sem myndin er tekin í: „At times, the story could maybe have been told a tad faster, but we’re talking Peter Jackson here.“

„When the credits start to roll to Neil Finn‘s ‘Song of the Lonely Mountain,’ after nearly three hours, the theatre burst into applause and nobody I talked to complained of sickness or drowsiness after the 48fps experience, but felt perfectly emerged into Middle-earth.“

Eins og segir í samantekt E! Online þá má draga þá ályktun af dómunum að ef maður þarf að fara á klósettið á meðan á sýningunni stendur , þá sé betra að gera það á fyrsta klukkutímanum [ af þremur ] og geyma poppið þar til um miðja mynd og þess sem kemur þar á eftir.

Myndin er með 75% á Rotten Tomatoes vefsíðunni, samanborið við Lincoln sem er með 90% og Skyfall með 92% – en auðvitað er það skrýtinn samanburður þar sem ekki er enn búið að frumsýna myndina í almennum sýningum.

Smellið hér til að lesa fleiri umsagnir á Rotten Tomatoes kvikmyndasíðunni.